fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Móðursystir meints þolanda í Sandgerði stígur fram – Birtir skjáskot með samskiptum konunnar og drengsins

Erla Hlynsdóttir
Sunnudaginn 8. maí 2022 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál deildarstjóra við Sandgerðisskóla, sem jafnframt á sæti í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar, og er sökuð um að hafa áreitt tæplega tvítugan dreng svo mánuðum skipti, er farið að vinda upp á sig.

Deildarstjórinn er kona um fertugt en drengurinn starfaði sem stuðningsfulltrúi við skólann og var hennar undirmaður.

Sjá einnig: Deildarstjóri við grunnskóla sökuð um kynferðislega áreitni í garð ungs samstarfsmanns – Bæjaryfirvöld „hótuðu mér brott­rekstri“

Mannlíf greindi frá því á föstudag að deildarstjórinn ætli að kæra drenginn fyrir upplognar ásakanir. Hann kærði málið til lögreglu en það var fellt niður vegna skorts á sönnunum.

Móðursystir og trúnaðarmaður drengsins, sem starfar við skólann og hefur verið honum þar innan handar í málinu, stígur fram á Facebook í dag þar sem hún mótmælir ýmsu sem kemur fram í frétt Mannlífs.

Rangfærslur um sáttafund

Mannlíf hélt því fram að á sáttafundi sem var haldinn hafi drengurinn  viðurkennt að hið meinta ofbeldi gegn honum hafi aldrei átt sér stað, og síðan vitnað í lögmann deildarstjórans um að þessi sátt hafi verið rofin þegar móðursystir drengsins hafi farið með það í fjölmiðla að meint áreitni deildarstjórans í garð drengsins hafi staðið yfir í marga mánuði.

Móðursystirin segir að vegna þessarar fréttar telji hún sig knúna til að svara fyrir sig.

Hún skrifar: „Þann 6. apríl er sáttarfundur með meintum geranda, þolanda og lögmönnum þeirra beggja. Þar vildi þolandi fá viðurkenningu á kynferðislegu áreiti sem hann hafi upplifað um nokkurt skeið en meintur gerandi viðurkenndi einungis að hafa farið yfir mörk þolanda. Þolandi fer nokkuð sáttur frá fundinum þar sem að hann fékk hluta af þeirri viðurkenningu sem hann sóttist eftir.“

Meint undirritað blað

Hún segir að 7. apríl, daginn eftir sáttafundinn, hafi þau farið að heyra að „þolandi hafi dregið ásakanir sínar til baka á sáttarfundinum, viðurkennt lygar og viðurkennt að hafa orðið ástfanginn af meintum geranda. Þetta á sér ekki stoð í raunveruleikanum og eru sögusagnir sem að öllum líkindum koma frá meintum gerenda og hennar fólki. Þolandi bregst illa við þegar hann heyrir af þessari frásögn af fundinum og hefur samband við sinn lögmann.

Samkvæmt lögmanni þolanda fellur þessi sátt um sjálfa sig þar sem ekki er sagt rétt frá niðurstöðum fundarins, sem sagt 7. apríl fellur sáttin úr gildi.“

Þá hafi meintur gerandi og þeir sem standa honum næst sagst vera með blað frá sáttarfundinum þar sem fram komi að þolandinn hafi dregið allt til baka og skrifað undir það.

„Algjör fjarstæða“

„Á sama tíma heyrum við að ég sé sökuð um að vera að bera það út að þolandi hafi dregið ásakanir til baka og viðurkennt lygar á fundinum (eingöngu til þess að espa upp málið á ný). Af hverju ætti ég að gera það? – þegar þolandi þráir ekkert annað en að fá frið frá þessu máli. Hvað er það sem ég myndi græða á því að espa upp málið á ný?“ spyr móðursystirin.

„Þann 13. apríl birtist fyrsta frétt um málið í fjölmiðlum, þar sem að talað er við systur mína og þolanda (því viðtali kem ég hvergi nálægt). Þann 22. apríl hefur blaðamaður Fréttablaðsins samband við mig og spyr mig fregna af málinu og sama dag birtist frétt þar sem vitnað er í mig. Þetta er 15 dögum eftir að sáttin féll úr gildi, samt vill lögmaður meints geranda meina að sáttin hafi fallið úr gildi daginn sem ég tjái mig við Fréttablaðið. Þannig að ásaka mig um að hafa fellt sáttina úr gildi er algjör fjarstæða,“ segir hún.

Hún tekur fram að hún hafi setið fund með þolanda og lögmanni hans þar sem ítrekað var að ekkert hafi verið dregið til baka á sáttafundinum og ekkert blað til þar sem slíkt komi fram, hvað þá að það hafi verið undirritað.

Misvísandi skilaboð

Þá bendir hún á að í frétt Mannlíf frá því á föstudag segir: „Viðurkenndi deildarstjórinn að hafa hagað sér með óviðeigandi hætti í tilteknum gleðskap, ótengdum vinnustaðnum og farið yfir tilhlýðileg mörk í samskiptum við stuðningsfulltrúann“.

Og við þessu segir hún: „Hmmmm- samt var búið að halda því fram að þolandi hafi dregið allt til baka.

Það gleður mig að sjá að meintur gerandi viðurkennir að hafa hagað sér með óviðeigandi hætti. Þó svo að ég telji að það sé frekar léttvægt að notast við orðið „óviðeigandi“ í þessu samhengi.“

Hún tekur málið síðan saman: „Fyrst er sagt frá því að þolandi hafi dregið allt til baka og viðurkennt lygar. Næst er ég sökuð um að um að búa til að þolandi hafi dregið allt til baka. Jafnframt er því haldið fram að til sé blað með undirskrift þolanda þar sem fram kemur að hann hafi dregið allt til baka. Að lokum kemur fram í fréttinni að meintur gerandi viðurkenni óviðeigandi hegðun.“

Hún bætir við að eðlilega finnist fólki þetta ruglingslegt. „Sannleikurinn er einn en lygin hefur mörg höfuð.“

Í fréttinni sem birtist í Mannlíf sl. föstudag staðfestir einnig lögmaður meints geranda að enginn fótur sé fyrir þeim ásökunum að þolandi hafi orðið fyrir kynferðislegu áreiti í nokkra mánuði.“

Hún deilir síðan skjáskoti með samskiptum deildarstjórans og drengsins, og segir hverjum að dæma fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“