fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Vöknuðu við að ókunnugir menn voru að gramsa í baðskápunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. maí 2022 07:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem býr í hverfi 108 í Reykjavík vaknaði við það í nótt að tveir menn voru að gramsa í skápum á baðherberginu þeirra. Þegar lögreglan kom á vettvang voru innbrotsþjófarnir flúnir. Leitað var að þeim en þeir fundust ekki. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en ekki er vitað hvort einhverju var stolið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar kemur einnig fram að maður var handtekinn í miðbænum í nótt fyrir að ráðast á konu og gistir hann nú fangageymslu lögreglu.

Maður féll af hjóli í miðborginni og slasaðist svo illa að lögregla þurfti að aka honum á slysadeild til aðhlynningar.

Í nótt var tilkynnt um mann sem var að brjóta sér leið inn á kaffihús í miðborginni. Maðurinn komst ekki inn og urðu engar skemmdir á vettvangi.

Tilkynnt var um ölvaðan mann úti á miðri akbraut í hverfi 109. Kom í ljós að maðurinn hafði læst sig úti og aðstoðaði lögregla hann við að komast aftur inn til sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Í gær

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“