fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Þóra áfrýjar til Landsréttar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 09:40

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á RÚV, hefur áfrýjað til Landsréttar þeirri niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra að hafna kröfum hennar um að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjóra, og aðrir starfsmenn embættisins skuli víkja sæti við rannsókn Samherja-símamálsins.

Þóra er meðal fjögurra í málinu með stöðu sakbornings og hefur verið boðuð til yfirheyrslu. Yfirheyrslur í málinu hafa tafist vegna dómsmála af þessu tagi.

Þóra telur að tiltekin ummæli Eyþórs Þorbergsssonar, staðgengis lögreglustjóra, í greinargerð embættisins og viðtölum við fjölmiðla geri starfsmenn embættisins vanhæfa til að rannsaka málið á hlutlausan hátt. Ummælin eru eftirfarandi:

„Blaðamönnum er umhugað um vernd heimildamanna sinna. Á móti bendir ákæruvaldið á að fjölmiðlar eru að hagnýta sér viðkvæma stöðu
heimildarmannsins. X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra
aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega. Þeir huga ekki að því að þarna er einstaklingur í viðkvæmri stöðu og sýna af sér algjört skeytingarleysi um hans líðan og líf.“

„Ef þú þolir ekki gagnrýni um sjálfan sig [sic], og það má segja um blaðamenn líka, eiga menn bara að vera í blómaskreytingum. […] já, sumir ættu að vera í
blómaskreytingum.“

Héraðsdómur hafnar því að ummælin feli í sér aðdróttanir um saknæmt athæfi blaðamannanna og telur ekki tilefni til að álykta að þau leiði til þess að starfsmenn og fulltrúar embættisins verði vanhæfir. Í niðurstöðu úrskurðarins segir:

„Samkvæmt því sem rakið hefur verið hér að framan hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga óhlutdrægni varnaraðila, eða einstakra starfsmanna hans, í efa. Verður kröfum sóknaraðila því hafnað.“

Þessum úrskurði hefur Þóra núna áfrýjað til Landsréttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti