fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Sverrir áfrýjar gegn Sindra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 16:45

Sverrir Einar Eiríksson (t.v.) og Sindri Þór Hilmars- Sigríðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju Vínbúðarinnar, sem stefndi Sindra Þór Sigríðarsyni fyrir meiðyrði og tapaði málinu, hefur áfrýjað því til Landsréttar.

Málið er til komið vegna umræðna og deilna á Twitter haustið 2021 þar sem umfjöllunarefnið voru mál knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar, sem sakaður var um ofbeldi. Sindra þótti Sverrir ganga svo hart fram í þessum umræðum að hann sakaði hann um áreitni gagnvart konunum sem hann deildi við. Sverrir stefndi Sindra vegna eftirfarandi ummæla:

  1. „Þetta er Sverrir. Sverrir á og rekur Nýju Vínbúðina. Sverrir eltir, áreitir og niðurlægir konur á internetinu. Konur sem berjast gegn kynferðisofbeldi. Meðlimi Öfga. Ekki vera eins og Sverrir.“
  2. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst gaman að áreita konur á samfélagsmiðlum og þess vegna eru fáir að fylgja honum. En einn þeirra sem er fylgjandi Sverri og hans aðferðum er Tómas Þóroddsson, sérlegur Ingó-vinur og fráfarandi stjórnarmaður KSÍ. Ekki vera eins og þeir.“
  3. „Þetta er Sverrir. Sverri finnst konur svo lítils virði að hann sér enga ástæðu til að hjálpa þeim ef þær hleypa ekki uppá sig að launum. Ekki vera eins og Sverrir.“

Krafðist Sverrir ómerkingar ummælanna og greiðslu skaðabóta. Þessu hafnaði Héraðsdómur með öllu. Sverrir vill nú láta reyna á málið fyrir Landsrétti. Í áfrýjunarstefnunni segir:

„Máli þessu er áfrýjað í því skyni að fá hrundið þeirri niðurstöðu héraðsdóms að stefndi skyldi vera sýkn af kröfum áfrýjanda þar sem stefndi hafi haft uppi staðreyndir um áfrýjanda sem ekki eru á rökum reistar. Ummælin bera með sér að stefndi er ekki að segja skoðun sína á áfrýjanda, sem myndi falla undir hugtakið gildisdóm, heldur er stefndi að fullyrða um háttsemi áfrýjanda, sem áfrýjandi telur alfarið ranga. Þess fyrir utan vegur stefndi að velferð áfrýjanda með því að beina spjótum sínum að atvinnurekstri áfrýjanda með það að markmiði að skaða hann fjárhaldslega. Þá er í dómi héraðsdóms komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjandi hafi haft upphafið að samskiptum við meðlimi Öfga, sem stefndi tilheyrir, en þó ekki í samskiptum við stefnda sjálfan. Með dómi héraðsdóms er mörkuð ný réttlætingarástæða fyrir „virka í athugasemdum“ þ.e. að það eitt að eiga í orðaskiptum við einhverja út í bæ, er orðin með dómi héraðsdóms, réttlætingarástæða fyrir einhvern sem telur sig málið varða til þess að hafa uppi ærumeiðandi og röng ummæli um viðkomandi, eins og stefndi við hafði í garð áfrýjanda. Áfrýjandi hafði ekkert til sakar unnið gagnvart stefnda til þess að verðskulda þá orðræðu sem stefndi hafði uppi um áfrýjanda. Ummæli sem áfrýjandi viðhafði í garð kvenmanna í hópnum, sem nefnist Öfgar, eru ekki umdeild né til meðferðar í því máli sem rekið var fyrir héraðsdómi og er nú áfrýjað.“

Sverrir hefur birt eftirfarandi yfirlýsingu um málið:

„Eftir nokkra umhugsun hef ég ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli mínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni. Ég sætti mig ekki við þá niðurstöðu héraðsdóms að Sindra hafi mátt úthúða mér á samfélagsmiðlum án tilefnis, með fullyrðingum sem voru í senn meiðandi og rangar. Þá er ljóst að hann gerði hvað hann gat til þess að valda mér sem mestu tjóni með því að draga starf mitt og lifibrauð inn í ummæli sín. Þá þykir mér rökstuðningur héraðsdóms ekki sannfærandi og gefa tilefni til að skjóta málinu til æðra dómstigs. Ég ber miklar vonir til þess að Landsréttur rétti af kúrsinn í þessari dómaframkvæmd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla

Evrópumenn kaupa þennan kínverska rafbíl í staðinn fyrir Tesla
Fréttir
Í gær

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“

Hver er hinn raunverulegi ágreiningur hjá Zelensky og Trump? – „Ég sé bara ekki í augnablikinu hvernig á að leysa það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur

Dilja Mist segir skoðanir sínar umbúðalaust í 3 mínútur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim

Ingólfur Þór lést í Portúgal – Safnað fyrir fjölskylduna til að flytja hann heim