Leikaranum Leonardo DiCaprio er afar umhugað um plánetuna og velferð dýra. Það spilar eflaust inn í ákvörðun hans um að fjárfesta í fyrirtækinu Vitrolabs en fyrirtækið er að þróa tækni til að rækta leður úr stofnfrumum dýra. Fyrirtækið var stofnað af Ingvari Helgasyni árið 2016.
Viðskiptablaðið vekur athygli á fjárfestingu DiCaprio en sjálfur greindi leikarinn frá fjárfestingunni á Twitter-síðu sinni í dag. Í þeirri færslu segir DiCaprio að stofnfrumuleðrið sé í álíka gæðaflokki og alvöru leður. Hann vekur athygli á jákvæðum áhrifum stofnfrumuleðursins þegar kemur að loftlagsbreytingum en eins og áður segir er honum afar umhugað um þær.
Að lokum segir leikarinn að hann sé ánægður að ganga til liðs við fyrirtækið sem fjárfestir.
.@VitroLabsInc’s cell cultivated leather rivals the qualities of animal leather while having a positive impact on climate change. The level of research and refinement done to bring this product to life makes this an exciting industry moment. I’m pleased to join as an investor.
— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) May 4, 2022