fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

„Einn af þínum þingmönnum er að kaupa sér vændi í Taílandi og þið gerið ekki neitt“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 4. maí 2022 16:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og formaður borgarráðs, gekk á Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, í Fréttavaktinni á Hringbraut. Þórdís Lóa vildi fá svör varðandi meint vændiskaup Tómasar A. Tómassonar, þingmanns Flokks fólksins sem oft er kenndur við hamborgarabúllu sína. Rétt er að taka fram að Tómas þvertekur fyrir að hafa keypt vændi.

„Mér finnst þetta svolítið merkilegt að við eigum alltaf að setja fólkið fyrst Kolbrún og þú með þína réttlætiskennd – ég eiginlega verð að segja að ég er svolítið hissa. Ég átti kannski von á því að við myndum heyra eitthvað frá þér með þessa góðu réttlætiskennd núna þegar einn af þínum þingmönnum er að kaupa sér vændi í Taílandi og þið gerið ekki neitt,“ sagði Þórdís Lóa.

Kolbrún hafði lítið um svör varðandi þetta mál en reyndi að grípa fram í fyrir Þórdísi og tala um markmið flokksins í borginni frekar. „Við viljum að allir fái þak yfir höfuðið,“ sagði Kolbrún á meðan Þórdís talaði um Tómas og þessi meintu vændiskaup hans. „Standið þið bara með fólki á Íslandi eða?“ spurði Þórdís svo.

Þá tók Kolbrún til máls en hún skautaði hratt framhjá umræðunni um Tómas og talaði aftur bara um kosningaloforð Flokks fólksins í borginni. „Nú erum við hér bara að ræða um þessi mál, ég veit að þetta er viðkvæmt því um leið og maður fer að tala svona gagnrýnislega með þessum hætti þá koma einhverjar varnir,“ sagði hún.

Þórdís ætlaði ekki að leyfa Kolbrúnu að sleppa svona auðveldlega frá umræðunni. „Það er alltaf eins og við megum aldrei spyrja neinna svona spurninga, við spyrjum hvar er siðferðiskenndin? Hvar er réttlætiskenndin? Hvar er fólkið fyrst? Ég spyr, hvar er fólkið fyrst – er það bara Íslendingar sem eru fyrst?“ spurði hún.

Á meðan Þórdís spurði þessara spurninga reyndi Kolbrún að draga umræðuna aftur frá þessu máli og yfir í baráttumálin í borginni. „Eigum við ekki bara að horfa á málin, við viljum þak yfir höfuðið fyrir allt fólk,“ sagði hún á meðan Þórdís spurði spurninganna. Engin svör komu frá Kolbrúnu við þessum spurningum.

Hér fyrir neðan má sjá klippu úr þættinum sem sýndur verður á Hringbraut klukkan 18:30 í kvöld:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Í gær

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“

Hvöss orðaskipti á milli Trumps og Zelenskys – „Þú ert að gambla með þriðju heimstyrjöldina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Hide picture