fbpx
Mánudagur 03.mars 2025
Fréttir

Svipað magn af kviku við Fagradalsfjall núna og fyrir gos

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 09:00

Fagradalsfjall. Mynd: Snorri Þór Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur svipað mikið magn af kviku safnast fyrir undir jarðskorpunni við Fagradalsfjall og var áður en gosið hófst á síðasta ári. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur, segir ákveðnar líkur á að gos hefjist á nýjan leik.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Halldóri að staðan núna sé svipuð og var rétt áður en gosið hófst á síðasta ári.

Mælingar gefa til kynna að kvikusöfnun eigi sér stað á víðfeðmu svæði austan við Fagradalsfjall og sé kvikan á 16 km dýpi. Haft er eftir Halldóri að ótrúlegt magn kviku geti safnast fyrir á þessum stað, sem er við mót möttuls og jarðskorpu, án þess að hún leiti upp á yfirborðið.

Þegar saga mælinga jarðskorpuhreyfinga á Reykjanesi er skoðuð sjást engin merki um kvikusöfnun á svæðinu fyrir síðasta gos. Sagði Halldór að það gefi til kynna að kvikan hafi verið til staðar og yfirstandandi kvikusöfnun sé hugsanlega viðbragð við rými sem myndaðist í gosinu. Í þeim skilningi séu ákveðnar líkur á að það gjósi á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafrún þakkar Áslaugu Örnu lífsbjörgina – „Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma“

Hafrún þakkar Áslaugu Örnu lífsbjörgina – „Hún var sannarlega á réttum stað og á réttum tíma“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru greinir frá áfallasögu hans – „Eftir það var líf hans í frjálsu falli“

Amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru greinir frá áfallasögu hans – „Eftir það var líf hans í frjálsu falli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5