fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Sérfræðingar hafa grandskoðað rússnesk flugskeyti – Niðurstöðurnar ættu að valda áhyggjum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 06:00

Iskanderflugskeyti. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu hefur veitt vestrænum sérfræðingum aðgang að ósprungnum rússneskum flugskeytum og hafa þeir þannig getað aflað sér nýrra upplýsinga um þau. Að auki hafa þeir getað rannsakað margvísleg vopnakerfi, skriðdreka, samskiptatæki og ökutæki sem úkraínsku varnarsveitirnar hafa komist yfir.

Allt er þetta mikill fengur fyrir Vesturlönd sem hafa aflað sér nýrrar þekkingar á rússneskum vopnum.

Í nýrri skýrslu, sem Jack Watling og Nick Reynolds, hafa birt um rússnesku vopnin kemur eitt og annað fram. Þeir fóru til Úkraínu til að skoða vopnin en þeir eru hernaðarsérfræðingar hjá hugveitunni Rusi. Í skýrslu þeirra kemur fram að það sé ákveðið mynstur sem endurtaki sig í rússnesku vopnunum.

Þetta mynstur er að nær öll tæknilegustu rússnesku vopnin eru háð íhlutum og tækni sem er flutt inn frá Vesturlöndum. Að þeirra mati ætti þetta að valda áhyggjum á Vesturlöndum og einnig í Rússlandi.

Þeir skoðuðu meðal annars Iskanderflugskeytakerfi og tilheyrandi flugskeyti en þessi vopn hafa lengi verið eitt helsta stolt rússneska hersins. Þeir tilgreina sérstaklega flugskeyti af tegundinni 9M727 sem er eitt fullkomnasta rússneska flugskeytið. Þeir segja að allt frá skynjurum til mikilvægra hluta í toppi flugskeytisins sé framleitt af bandarískum fyrirtækjum.

Það sama á við um 9M949, sem er 300 mm flugskeyti, og Kalibr flugskeyti og Tor-M2 loftvarnarkerfið. Þau eru að stórum hluta byggð úr íhlutum frá Vesturlöndum.

Í samvinnu við úkraínsku leyniþjónustuna komust þeir síðan að því að fjarskiptakerfi Rússa er í raun nothæft vegna íhluta sem eru framleiddir í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Japan og Suður-Kóreu.

Rússar eru í ákveðnum vanda með flugskeyti sín. Ekki er vitað hversu mörgum þeir hafa skotið á Úkraínu en þar sem stríðið hefur dregist á langinn eru vopnageymslur þeirra við það að tæmast af flugskeytum. Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur því komist að þeirri niðurstöðu að Rússar verði að fara sparlega með fullkomnustu vopnin sín. Þeir eiga erfitt með að verða sér úti um íhluti í þau vegna refsiaðgerða Vesturlanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“