fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Fréttir

Vaknaði upp í eigin jarðarför – Myndband

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 3. maí 2022 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðarför í Lambayque í Perú fór úr böndunum á dögunum þegar að ,,líkið” bankaði í kistulokið. Slíkar sögur eru þekktar frá öldum áður en afar sjaldgæfar nú á dögum.

Ættingjar rifu strax upp kistulokið og horfðu á skelfingu lostið andlit hinnar 36 ára Rosu Isabel Cespede Callaca.

Kirkjugarðsstarfsmaður hringdi strax á lögreglu sem kom strax a svæðið og bar kistuna með hraði á pall sendibíls sem ók með hraði á sjúkrahús.Við komuna var Rosa tafarlaust tengd við öndunarvél. Um er að ræða sama sjúkrahús og hafði úrskurðað Rosu látna eftir alvarlegt bílslys þar sem mágur hennar lést og skildi frændur hennar eftir stórslasaða. Hún hafði aftur á móti reynst í dái.

Rosa Isabel Cespede Callaca

Þegar að afar dauf lífsmörk fundust með Rosu viðurkenndu læknar mistökin. Lífsmörk Rosu jukust í öndunarvélinni og voru ættingjar farnir að vonast eftir kraftaverki. Henni hrakaði aftur á móti nokkrum klukkustundum síðar og var úrskurðuð látin. Aftur. 

Myndband náðist af lögreglu bera kistuna í gegum mannfjöldann. 

She too had been pronounced dead after the crash and her relatives had arranged a funeral for her on April 26 in the city of Lambayque.

Fjölskylda Rosu er æf út í sjúkrahússtarfsmenn og krefjast svara um hvernig á því hafi staðið að Rosa var úrskurðuð látin. 

Lögregla hefur hafið rannsókn á hvort um saknæmt athæfi verið að ræða hjá starfsmönnum sjúkrahússins. Ef svo er eiga þeir yfir sé þunga dóma. 

Rosa Isabel Cespede Callaca

Þrír frændur Rosu sem slösuðust í bílslysinu eru ekki lengur í lífshættu en eiga von á langri sjúkrahúsvist. Á sama sjúkrahúsi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5