fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Meiðyrðamál Ingós halda áfram – Silja segir ummælin hafa verið almenns eðlis og ekki beinst sérstaklega að honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 19:00

Ingólfur Þórarinsson á leið í réttarsal vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skammt stórra högga á milli hjá tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni, Ingó veðurguð, þegar kemur að meiðyrðamálum. Ingólfur var á einu augabragði flautaður út af tónlistarvellinum í fyrrasumar þegar fjöldi reynslusagna, þar sem hann var sakaður um siðferðislega ámælisverða hegðun voru birtar á samfélagsmiðlum og urðu að fréttaefni víða.

Á mánudag var aðalmeðferð í máli meiðyrðamáli Ingós gegn Sindra Þór Sigríðarsyni, sem hann stefndi fyrir fimm ummæli, þar sem Ingó er þráfaldlega sakaður um að „ríða börnum“. Búast má við að dómur verði kveðinn upp í því máli á næstu dögum.

Sjá einnig: Engin vitni lýstu beinum kynnum af Ingó

Síðar í þessum mánuði verður fyrirtaka í meiðyrðamáli Ingós gegn Silju Björk Björnsdóttur fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra og má búast við að aðalmeðferð í málinu verði öðru hvoru megin við mánaðamótin.

Stefnt er fyrir ein ummæli sem Silja lét falla á Twitter í tengslum við umfjöllun um þá yfirlýsingu Haraldar Inga Þorleifssonar, að hann myndi standa straum af mögulegum skaðabótum sem dæmdar kynnu að verða í meiðyrðamálum Ingós. Krefst Ingó þess að eftirfarandi ummæli Silju verði dæmd dauð og ómerk og hún dæmd til að greiða honum eina milljón króna í miskabætur:

„Okei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga en…erum við ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðing og nauðgara?“

Afdrifarík stafavilla

Silja er með sama lögmann og Sindri Þór Sigríðarson, Sigrúnu Jóhannesdóttur. Í greinargerð sinni og í samtali við DV leggur Sigrún áherslu á að ummæli Silju hafi verið almenns eðlis og ekki verið beint að Ingó sjálfum:

„Silja byggir fyrst og fremst á því að ummælin hafi verið almenns eðlis og ekki sérstaklega átt að beinast að Ingólfi. Þau hafi strax verið tekin út þegar hann tók þau til sín. Ummælin hafi fyrst og fremst falið í sér vanþóknun Silju á þeirri þróun sem orðið hefur í meiðyrðamálum og var þannig liður í þeirri umræðu,“ segir Sigrún en í greinargerðinni kemur fram að einföld stafavilla átti þátt í því að Ingó tók ummælin beint til sín. „Barnaníðinga“ átti að standa í þolfalli fleirtölu en ekki eintölu:

„Okei mér finnst geggjað að Halli bjóðist til að aðstoða þessa kvenskörunga en…erum við ekki ÖLL sammála því að við erum ekki að fara að moka peningum í barnaníðinga og nauðgara?“

Í greinargerðinni segir:

„Stefnandi fór fram á það að í kröfubréfi sínu að stefnda „viðurkenndi að ummælin væru röng“. Stefnda gerði það sem hún gat, lýsti því yfir að hún hefði ekki átt við að hann væri nauðgari eða barnaníðingur. Hins vegar gat hún ómögulega staðhæft að hann væri það ekki, enda hafði hún engar forsendur til þess að meta það hvort opinberara ásakanir á hendur honum væru sannar eða ekki. Til þess var hún ekki bær.“

Má búast við „bitastæðari“ vitnum

Það vakti athygli og jafnvel gagnrýni að vitni sem leidd voru fram í aðalmeðferð í máli Ingós gegn Sindra á mánudag höfðu engin bein kynni haft af Ingó en höfðu eftir frásagnir annarra. Sigrún telur að ekki hafi verið þörf á að leiða fram meinta þolendur Ingós þar sem ummæli Sindra snerust ekki um meinta ólöglega hegðun heldur um samræði við stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára. Sigrún segir hins vegar að í þessu máli verði leidd fram vitni sem greini frá meintri ólöglegri framgöngu Ingós við sig:

„Við byggjum þó einnig á sannleiksreglunni og munum leggja fram gögn og leiða fram vitni sem munu með beinum hætti vitna um meint ofbeldi Ingólfs í þeirra garð. Ólíkt því sem átti sér stað í máli Sindra,“ segir Sigrún í samtali við DV.

Silja byggir málsvörn sína annars vegar á því að ummælin hafi ekki snúist um Ingó og geti því ekki talist fela í sér ærumeiðandi aðdróttarnir, hins vegar á því að hún hafi í skjóli tjáningarfrelsis haft rétt til að tjá sig á þann hátt sem hún gerði. Hún segir ummælin hafa verið framlag til mikilsverðrar þjóðfélagsumræðu og gögn muni ennfremur leiða fram sanngildi þeirra. Þá hafi ummælin verið sett fram í góðri trú.

Sem fyrr segir er málið á dagskrá Héraðsdóms Norðurlands eystra og má búast við aðalmeðferð síðar í vor.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“