fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Leigjendur þori ekki að tjá sig um slæmt ástand í leigueignum Félagsbústaða – „Svartur blettur á borginni okkar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2022 15:59

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pottur er brotinn varðandi ástand félagslegs húsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar. Þetta fullyrðir Víðir Aðalsteinsson í aðsendri grein á Vísi en í henni fullyrðir hann að margir skjólstæðingar Félagsbústaða þori ekki að tjá sig um slæmt ástand leigueigna af ótta við að missa íbúðirnar.

Afleiðingin þagnarinnar sé sú að lítið sé fjallað um vandamál tengdum myglu og raka í félagslegu húsnæði í fjölmiðlum sem þó sannarlega er til staðar að sögn Víðis. Bendir hann á Facebook-síðuna Mygla og raki í húsnæði á vegum Félagsbústaða en Víðir heldur því fram að fjölmargar ábendingar berist í einkaskilaboðum til stjórnenda síðunnar.  Áhugi Víðis á málaflokknum kviknaði þegar hann fylgdist með hörmungarsögu fjölskyldu sem um árabil hafi búið í mygluðu og rakaskemmdu húsnæði á vegum Félagsbústaða.

„Um er að ræða sex barna fjölskyldu sem benti á vandamálið fyrir mörgum árum síðan án árangurs, en var loks flutt í annað húsnæði á vegum borgarinnar þegar lögmaður var kallaður að málum. En þar tók ekki mikið betra við því í þeirri íbúð reyndist einnig mikill raki sem var staðfestur með mælingum. Samkvæmt nágrönnum þar og fyrri leigjanda þeirra íbúðar var ástandið búið að vera slæmt um langa hríð,“ skrifar Víðir.

Hann segist ekki hafa getað horft á aðgerðarlaus og boðið fram aðstoð sína og setið fundi með starfsmönnum Félagsbústaða og lögmönnum málsaðila. „Þá sendi ég póst á borgarstjóra og borgarfulltrúa úr öllum flokkum. Sá eini sem svaraði var Sanna borgarfulltrúi og bað hún um leyfi til að senda erindið áfram, ekkert kom út úr því enda hún í minnihlutanum,“ skrifar Víðir.

Svartur blettur á borginni

Hann segir að ástand eignarinnar hafi haft alvarlegar afleiðingar á fjölskyldumeðlimi sem veiktust allir, mismikið þó, en barn í fjölskyldunni hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna veikindanna. Hver orsökin var hafi ekki verið staðfest en Víðir telur að öllum líkindum hafi verið um að ræða afleiðingar af myglu. Þá hafi fjölskyldan þurft að fá sér lögfræðing með tilheyrandi kostnaði til að reyna að fá bættan kostnað frá Félagsbústöðum vegna þess að henda þurfti mest öllu innbúi vegna myglunnar,

Víðir segir að fjölmargum spurningum varðandi starfsemi Félagsbústaða sé ósvarað og varpar þeim fram í grein sinni.

„Nú er komið að borgarstjórnarkosningum. Borgarfulltrúar allra flokka vissu s.s. af málinu og sýndu því fálæti og þeir flokkar sem kenna sig við velferð hafa gjaldfellt það orð í mínum huga. Ég mun ekki láta blekkjast aftur þegar ég fer í kjörklefann. Það getur varla talist til velferðar þegar notendur félagsþjónustu búa við raka og myglu. Afleiðingar geta orðið alvarlegar eins og dæmin sanna. Ég vona að þessi grein komist á dagskrá fjölmiðla fyrir kosningar og þeir borgarfulltrúar sem nái kjöri bretti í framhaldinu upp ermar og taki á þessu máli sem að mínu mati er svartur blettur á borginni okkar,“ skrifar Víðir.

Hér má lesa grein Víðis í heild sinni

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna