fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Fréttir

Kona slasaðist á hárgreiðslustofu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 11:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein fór í mál við hárgreiðslustofu á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að hún hafði slasast er hún var þar í hármeðferð. Slysið varð er armur á afgreiðslustólnum sem hún sat í brotnaði af.

Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Slysið varð árið 2017. Konan var að hagræða sér í stólnum og studdi sig við arma hans, annar armurinn brotnaði þá skyndilega undan stólnum með þeim afleiðingum að konan féll í gólfið.

Í kjölfarið leitaði konan til læknis á heilsugæslu. Við skoðun var hún „hölt, aum við þreifingu axlarvöðva og hægri upphandleggs og hvellaum við bank á bletti hryggtinds milli herðablaða og lenda (lumbalt),“ eins og segir í texta dómsins.

Þrátt fyrir sjúkraþjálfun var konan með verki næstu misseri. Hún gerði kröfu um að fá greitt úr ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofunnar en þeirri kröfu var hafnað.

Fyrir dómi var tekist á um hvort um óhappatilvik væri að ræða eða hvort hárgreiðslustofan hefði gerst sek um saknæma vanrækslu með því að huga ekki nægilega að viðhaldi hárgreiðslustólsins. Ekki var hægt að fá úr því skorið þar sem gert hafði verið við stólinn áður en málið kom fyrir dóm og hárgreiðslustofan neitaði að gefa upplýsingar um viðgerðaraðila stólsins. Hágreiðslustólarnir á stofunni voru allir 10 til 15 ára gamlir og enginn sérstakur eftirlits- og þjónustuaðili sinnti heim og eftirlit með þeim var ekki skráð.

Konan vann sigur í málinu fyrir dómi og var komist að þeirri niðurstöðu að hún ætti rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu stofunnar vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í slysinu. Auk þess þarf stofan að greiða 1.350.000 kr. í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5