fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Fréttir

Guffi bílasali harðneitar að hafa hæðst að útliti Ástu – „Haldið þið að bílasalinn sé ekki klókari en þetta?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. maí 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðfinnur Stefán Halldórsson, öðru nafni Guffi bílasali, hafði samband við DV og vildi gera athugasemdir við frétt sem birtist á sunnudag, en þar var sagt frá því að Guffi væri harðlega gagnrýndur fyrir að hafa hæðst að útliti eins frambjóðanda Sósíalistaflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, Ástu Þórdísar Skjalddal.

Sjá einnig: „Ég er sár en ég er líka öskureið og ég ætla alls ekki að þegja yfir þessu“

Sósíalistaflokkurinn kynnti á sunnudag frambjóðanda sinn, Ástu Þórdísi Skjalddal, á Facebook-síðunni Sanna Reykjavík. Þeirri færslu deildu ýmsir sósíalistar og undir einni deilingunni var Guffi mættur með eftirfarandi athugasemd:

„Siggi minn svaka eru fólkið þitt óheppið með útlitið“ 

Þetta skildu flestir sem svo að Guffi væri að setja út á útlit frambjóðandans. Ástu var mjög misboðið og hún skrifaði:

„Kæru vinir og félagar, ég er yfir mig hneyksluð núna. Ég er sár en ég er líka öskureið og ég ætla alls ekki að þegja yfir þessu svo ykkur er velkomið að deila.

Ásta rakti síðan að hún væri í framboði fyrir Sósíalistaflokk Íslands þvi hún hafi ýmislegt fram að færa eftir langan feril í félags- og baráttumálum sem og eftir áratuga lærdómsríkt starf og baráttu gegn fátækt. Vegna þessa hafi verið ritaður stuttur pistill um Ástu inn á Facebook-síðu Sósíalista í Reykjavík og þeirri færslu hafi vinur hennar deilt áfram. Þá hafi Guðfinnur bílasali brugðist við með áðurnefndum hætti.

„Ég veit ekki hvort öðrum finnst Guðfinnur jafn fyndinn og myndarlegur og honum sjálfum finnst hann greinilega vera, en ég sé bara ekkert fyndið við að gera lítið úr fólki á þennan hátt og smætta það og málstað þess á jafn niðurlægjandi máta og hér er gert, fyrir utan hvað þetta er óþarft og særandi.“ 

Ásta segir svona framkomu, sem og viðhorf, ekki boðleg árið 2022 „og samfélagið ætlar ekki að sætta sig við þessa eitruðu forréttindakarlmennsku lengur“. Ásta bendir á að hún viti ekki betur en svo að borginni sé ekki stýrt af útliti borgarfulltrúa einu heldur af getu þeirra, færni, dugnaði, þekkingu og kunnáttu svo dæmi séu tekin.

„Guðfinni finnst ég kannski óheppin með útlitið, takk fyrir pent! en ég er of vel upp alin og of kurteis til að segja hvað mér finnst, að öðru leiti en því að ég veit hvaða bílasölu ég ætla aldrei nokkurntímann framar að eiga viðskipti við né mæla með við nokkurn mann.“

Guffi harðneitar sök

Sem fyrr segir hafði Guffi samband við DV í dag og vildi gera athugasemdir við fréttina. Hann sagði þó:

„Ég fékk smá auglýsingu hjá ykkur og vil þakka fyrir hana.“

„Haldið þið virkilega að bílasalinn sé ekki klókari en þetta?“ bætti hann við og sagði af og frá að hann hefði verið að hæðast að útliti Ástu. „Þetta er óvirðing við mig. Ég er svo slægur að ég veit alveg hvað ég er að gera,“ sagði Guffi og vildi meina að útlitið í kosningunum væri dökkt hjá sósíalistum.

Vildi Guffi halda því til haga að hann hafi verið að meina kosningaútlitið en ekki útlit frambjóðenda. Aðspurður sver Guffi af sér að hafa verið að setja út á útlit Ástu. Segir Guffi að móðgaðir sósíalistar hafi þarna snúið út úr fyrir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5