Dpa-fréttastofan skýrir frá þessu og vísar til heimildarmanna í Brussel.
ESB hefur nú þegar bannað innflutning á kolum frá Rússlandi en enn hefur ekki verið sett innflutningsbann á olíu og gas því erfitt er að finna aðra orkugjafa eða seljendur.
Úkraínumenn og fleiri hafa gagnrýnt Þjóðverja fyrir að losa sig ekki úr heljargreipum Rússa hvað varðar jarðefnaeldsneyti.
Nú eru það aðeins Ungverjaland, Slóvakía, Spánn, Ítalía og Grikkland sem eru andsnúin innflutningsbanni á rússneska olíu að sögn heimildarmanna dpa. Ástæðan fyrir sinnaskiptum Þjóðverja er talin vera að þeim tókst nýlega að finna aðra aðila til að kaupa olíu af.
Í síðustu viku sagði Robert Habeck, efnahagsmálaráðherra, að á átta vikum hafi Þjóðverjar minnkað hlutfall rússneskrar olíu af heildarnotkuninni úr 35% í 12%.