fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Fréttir

Sérfræðingur spáir hruni rússneska hersins eftir tvær vikur – Skortir hermenn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 07:00

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðinu í Úkraínu lýkur eftir tvær til fjórar vikur því Rússar skortir hermenn. Þetta er mat Mike Martin, bresks hernaðarsérfræðings. „Í grunninn munu Rússar verða uppiskroppa með hermenn og Úkraínumenn geta gert gagnárás,“ sagði hann að sögn BBC.

Hann telur einnig að Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, verði velt úr stóli. Óhætt er að segja að spá hans sé þvert á það sem Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, sagði nýlega en þá sagði hún að stríðið geti staðið yfir í tíu ár. „Hún hefur rangt fyrir sér. Rússneski herinn mun hrynja fyrr og við munum sjá valdarán,“ sagði hann.

Jacob Kaarsbo, sérfræðingur hjá hugveitunni Europa og fyrrum sérfræðingur hjá leyniþjónustu danska hersins, sagðist í samtali við TV2 ekki telja að þetta gangi svona hratt fyrir sig en Rússar verði brátt uppiskroppa með hermenn. „Það virðist sem þeir séu að verða uppiskroppa með hermenn. Ástæðan fyrir að þeir standa sig svona illa er að þeir hafa einfaldlega ekki nægilega marga hermenn,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta gerir Rússum einnig mjög erfitt fyrir við að ná stórum úkraínskum borgum á sitt vald. „Eins og staðan er núna sækja þeir fram á grunni skotkrafts en þegar þeir þurfa að berjast í stóru borgunum þá mun þá skorta hermenn,“ sagði hann.

Hann benti á að margar rússneskar hersveitir séu illa mannaðar, í þeim eigi að vera um 1.000 hermenn en þeir séu ekki nema 500 til 600.

„Það, sem er erfitt fyrir að segja til um, er hvenær þeir verða uppiskroppa með hermenn. Ég held að það líði aðeins lengri tími. Ég held að það geti verið á milli fjórar og átta vikur. En þá vantar bardagahermenn og því munu þeir brotna á ákveðnum tímapunkti,“ sagði hann.

Hann sagðist telja helmingslíkur á að valdarán verði framið í Kreml á næstu tveimur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5