fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Fréttir

Segja að Rússar hafi beðið mikið tjón í Úkraínu – Mun taka mörg ár að bæta það

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 08:00

Lík rússneskra hermanna nærri Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa fréttir borist af miklu mannfalli þeirra. Í nýrri tilkynningu frá breska varnarmálaráðuneytinu er fjallað um þetta og skýrt frá því hversu illa rússneski herinn stendur miðað við þær upplýsingar sem Bretar hafa aflað.

Fram kemur að Bretar telji að í upphafi innrásarinnar hafi Rússar sent 120 herdeildir til Úkraínu. Af þeim hafi fjórðungur orðið fyrir svo miklu mannfalli að þær séu í raun ekki bardagafærar.

Það sem gerir þetta enn verra fyrir Rússa að meðal þeirra herdeilda, sem hafa orðið fyrir mesta mannfallinu, eru sumar af úrvalssveitum hersins.

„Það mun líklega taka Rússa mörg ár að endurbyggja þessar herdeildir,“ segir í færslu breska varnarmálaráðuneytisins á Twitter. Einnig segir varnarmálaráðuneytið að fyrrgreindar 120 herdeildir séu um 65% af rússneska heraflanum svo ljóst má vera að rússneski herinn er illa á sig kominn þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5