Fram kemur að Bretar telji að í upphafi innrásarinnar hafi Rússar sent 120 herdeildir til Úkraínu. Af þeim hafi fjórðungur orðið fyrir svo miklu mannfalli að þær séu í raun ekki bardagafærar.
Það sem gerir þetta enn verra fyrir Rússa að meðal þeirra herdeilda, sem hafa orðið fyrir mesta mannfallinu, eru sumar af úrvalssveitum hersins.
„Það mun líklega taka Rússa mörg ár að endurbyggja þessar herdeildir,“ segir í færslu breska varnarmálaráðuneytisins á Twitter. Einnig segir varnarmálaráðuneytið að fyrrgreindar 120 herdeildir séu um 65% af rússneska heraflanum svo ljóst má vera að rússneski herinn er illa á sig kominn þessa dagana.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 02 May 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/ZuMXTmNRyd
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/S7E6h4WTgM
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) May 2, 2022