fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Segir að Pútín þoli ekki að tapa andlitinu í Úkraínu – Gæti gripið til örþrifaráðs á næstu dögum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 05:59

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsti hátíðardagur Rússlands er í næstu viku. Hætta er talin á að það geti gert stöðuna í Úkraínu enn hættulegri. 9. maí er dagurinn sem um ræðir en þá fagna Rússar sigri sínum á hersveitum Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni. Vestrænir sérfræðingar segja að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, neyðist þá til að halda ræðu þar sem hann segir þjóð sinni frá sigri í stríðinu í Úkraínu. Þessi sigur verður að fela í sér að Rússar hafi að minnsta kosti náð yfirráðum yfir Donbas og þar með borgunum Luhansk og Donetsk.

En það getur hann kannski ekki eins og staðan er núna því stríðsrekstur Rússar gengur illa.

Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að hugsanlega geti Pútín ekki lýst yfir sigri og ef staðan verði sú að Rússar séu á undanhaldi í Úkraínu þá geti það reynst mjög hættulegt og orðið til þess að Pútín grípi til örþrifaráðs.

„Ég get vel ímyndað mér að litlar taktískar kjarnorkusprengjur verði teknar í notkun til að tryggja skjótan sigur Rússa. Í þessu samhengi tel ég að rauða línan sé að Rússar hörfi eða að hermenn frá NATÓ séu komnir til Úkraínu,“ sagði hann.

Hann benti á að vandinn sé að Rússar hafi nú þegar verið niðurlægðir í Úkraínu. Það sem átti að vera auðveldur hernaður, sem krefðist ekki svo mikils herliðs í landinu, væri orðið að miklu tapi, mikilli endurskipulagningu og nú tilraun til að ná afmörkuðum svæðum í austurhluta landsins á sitt vald.

„Og þótt Rússar geti vel sagt að þeir ráði yfir Donbas án þess að vera í raun með yfirráð yfir öllum svæðum, þá er ekki hægt að sýna í sjónvarpi frá rússneskri sigurgöngu í Maríupól á meðan Úkraínumenn skjóta á borgina. Það lítur ekki vel út í sjónvarpi,“ sagði Jakobsen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur

Fjölskyldufaðir ósáttur við að vera kallaður flugdólgur
Fréttir
Í gær

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar

Gleðifréttir fyrir líffæraþega – Sjúkratryggingar Íslands munu greiða allan kostnað við bólusetningar
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“

Stefán Einar hraunar yfir kennaraforystuna – „Er metnaðarleysið algjört á þessum stöðum?“
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“

Gestrisni Íslendinga kom spænsku pari gríðarlega á óvart – „Þetta fólk þekkti okkur ekki neitt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Solaris fordæma ummæli Helga

Solaris fordæma ummæli Helga