En það getur hann kannski ekki eins og staðan er núna því stríðsrekstur Rússar gengur illa.
Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að hugsanlega geti Pútín ekki lýst yfir sigri og ef staðan verði sú að Rússar séu á undanhaldi í Úkraínu þá geti það reynst mjög hættulegt og orðið til þess að Pútín grípi til örþrifaráðs.
„Ég get vel ímyndað mér að litlar taktískar kjarnorkusprengjur verði teknar í notkun til að tryggja skjótan sigur Rússa. Í þessu samhengi tel ég að rauða línan sé að Rússar hörfi eða að hermenn frá NATÓ séu komnir til Úkraínu,“ sagði hann.
Hann benti á að vandinn sé að Rússar hafi nú þegar verið niðurlægðir í Úkraínu. Það sem átti að vera auðveldur hernaður, sem krefðist ekki svo mikils herliðs í landinu, væri orðið að miklu tapi, mikilli endurskipulagningu og nú tilraun til að ná afmörkuðum svæðum í austurhluta landsins á sitt vald.
„Og þótt Rússar geti vel sagt að þeir ráði yfir Donbas án þess að vera í raun með yfirráð yfir öllum svæðum, þá er ekki hægt að sýna í sjónvarpi frá rússneskri sigurgöngu í Maríupól á meðan Úkraínumenn skjóta á borgina. Það lítur ekki vel út í sjónvarpi,“ sagði Jakobsen.