Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera án ökuréttinda.
Í Miðborginni var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn eftir að hann réðst á öryggisverði í bifreiðakjallara. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu.
Í Öskjuhlíð var tilkynnt um eld í gróðri. Við nánari athugun kom í ljós að um eld í eldstæði á lokuðu svæði var að ræða. Ekki var talið að hætta stafaði af honum.
Einn var handtekinn grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Sá var vistaður í fangageymslu.