fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
Fréttir

Komust yfir skjal sem varpar ljósi á fyrirætlanir Rússa á herteknum svæðum í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 09:00

Úkraínski fáninn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt því sem segir í skjali sem Schemes, sem er rannsóknarverkefni á vegum Radio Free Europe/Radio Liberty, hefur komist yfir þá hafa Rússar í huga að mynda nýtt ríki á þeim svæðum sem þeir hafa, og munu hugsanlega, hernema í Úkraínu. Á þetta ríki að heita Suður-Rus (Southern Rus).

Skjalið er uppkast að hugmyndum varðandi framtíðaráætlanir Rússa í Úkraínu og var unnið af háttsettum embættismönnum innan Sameinaðs Rússlands sem er flokkur Vladímír Pútíns forseta.

Í umfjöllun Radio Free Europe um málið kemur fram að rússneskir embættismenn hafi gefið í skyn að til standi að efna til kosninga á þeim svæðum í Donetsk og Luhansk sem aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, hafa haft á sínu valdi síðustu átta árin. Það sama á við í Kherson. Hér er átt við kosningar um framtíð svæðanna en niðurstöðurnar verða að íbúarnir vilji ganga Rússlandi alfarið á hönd. Ekki þarf að ímynda sér að kosningarnar fari heiðarlega fram, hér verður um málamyndarkosningar að ræða þar sem rússneskir ráðamenn hafa fyrir fram ákveðið niðurstöðuna. Rússar beittu svipaðri aðferð til að „sameina“ Krím við Rússland eftir að þeir hertóku skagann 2014.

Umrætt skjal er dagsett 16. apríl og ber titilinn „Stefnuyfirlýsing suðurrússneska ráðsins“. Í því ekki er tilgreint nákvæmlega hvaða svæði munu tilheyra „Suður-Rus“.

„Rus“ er dregið af nafni sem var notað á áttundu til tíundu öld yfir lauslega tengd lönd á þessu svæði en þau voru í upphafi undir stjórn konungdæmis í Kyiv eða þar til völdin færðust til Moskvu og Rússland varð til.

Í fyrrgreindri stefnuyfirlýsingu segir að Úkraína eigi sér ekki lögmætan tilverugrundvöll og hafi ekki átt síðan landsmenn gerðu uppreisn á árunum 2013-2014 og boluðu Viktor Yanukovych, sem var mjög hallur undir Rússland, frá völdum. Rússnesk yfirvöld voru mjög ósátt við að hann var hrakinn frá völdum enda duldist engum að hann gekk erinda Rússa. Hafa rússnesk yfirvöld haldið því fram að valdarán hafi verið framið og að „nasistar“ og „Banderites“ hafi tekið stjórn landsins yfir. „Banderites“ er tilvísun í Stepan Bandera sem var leiðtogi úkraínskra þjóðernissinna á síðustu öld.

Í stefnuyfirlýsingunni segir meðal annars (í lauslegri þýðingu): „Sem svar við hryðjuverkum og algjörri innleiðingu hugmyndafræði nasista og Bandera í fyrrum úkraínska ríkinu þá tökum við, ráð íbúa í sunnanverðu Rússlandi, völdin í okkar hendur og stofnun nýtt ríki Suður-Rus. Við viðurkennum rússnesku sem og úkraínsku mállýskuna sem móðurmál og samskiptamál þjóðernishópa þar sem öll tungumál og þjóðerni njóta jafnréttis.“

Skjalið er nokkurs konar endurtekning á því sem Pútín og fleiri háttsettir ráðamenn í Kreml hafa sagt um að stofna eigi „Novorossia“ en það nafn er dregið af landsvæðum, aðallega í Úkraínu, sem voru hluti af rússneska heimsveldinu á átjándu og nítjándu öld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom

Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5

Sverrir Einar sýknaður af háum fjárkröfum vegna notkunar á merkinu B5