Norska ríkisútvarpið segir að hann hafi ekki sagt hversu margir njósnararnir væru en hann skýrði frá áætlun þeirra sem var ætlað að stigmagna stríðið.
Ætlunin var að hans sögn að skjóta niður farþegaflugvél yfir Rússlandi eða Hvíta-Rússlandi og kenna Úkraínu um. Nota átti loftvarnaflaugar frá úkraínska hernum við verkið.