fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn hafa dælt leyniþjónustuupplýsingum í Úkraínumenn frá upphafi stríðsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 19:30

Úkraínskir hermenn við víglínuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar voru bandarískar leyniþjónustustofnanir byrjaðar að aðstoða Úkraínumenn við varnir landsins með því að láta þeim margvíslegar upplýsingar í té um fyrirætlanir og hreyfingar Rússar.

Þessi aðstoð Bandaríkjamanna var lykilatriði í að Úkraínumönnum tókst að tefja sókn Rússa og meðal annars hrekja þá frá Kyiv Oblast, héraðinu sem höfuðborgin Kyiv er í, þar sem barist var vikum saman.

Á öðrum degi stríðsins skutu Úkraínumenn stóra rússneska flutningaflugvél niður við Vasylkiv, sem er í nágrenni við Kyiv.  Í vélinni voru að sögn mörg hundruð fallhlífahermenn sem áttu að hertaka flugvöllinn við Hostomel. Það voru upplýsingar frá bandarískum leyniþjónustustofnunum sem gerðu Úkraínumönnum kleift að skjóta flugvélina niður.

Bandarísku upplýsingarnar hafa gert Úkraínumönnum viðvart um hvar Rússar ætla að gera árásir og einnig leiðbeint þeim um hvernig þeir geta gert gagnárásir. Talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins sagði að Bandaríkjamenn láti Úkraínumönnum oft í té mjög nákvæmar og réttvísandi upplýsingar til að aðstoða þá við að verja landið gegn rússneska innrásarhernum og verði því haldið áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins