fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Nafnlaus ábending varpar ljósi á níðstöngina – „Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. apríl 2022 11:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur mikið verið fjallað um andlegu miðstöðina Sólsetrið við Skrauthóla hjá Esjunni. Fólk sem búsett er við hliðina á Sólsetrinu hafa lýst yfir mikilli óánægju með starfsemina sem þar fer fram og ljóst er að andar köldu milli nágrananna við rætur Esjunnar.

Í gær tók málið óvænta stefnu en reist var níðstöng með dauðum hrosshaus á svæðinu. Guðni Halldórsson, íbúi á Skrauthólum 2 við Esju og nágranni Sólsetursins, var á því að níðstönginni væri beint   að sér þar sem hann er formaður Landssambands hestamannafélaga og er með hesta á Skrauthólum. „Þessu er augljóslega beint gegn okkur!“ sagði Guðni í gær.

Sjá dining: Nýjar vendingar í níðstangarmálinu – „Við þorum ekki að vera heima“

Linda Mjöll Stefánsdóttir, stofnandi Sólsetursins, taldi þó víst að þessum óþokkaverknaði væri beint gegn sér. Ástæðan er sú að hún hefur verið að fá ljót skilaboð undanfarið í kjölfar neikvæðrar umræðu um starfsemi Sólsetursins, auglýsingar um samkomu þar sem fór öfugt ofan í marga netverja, og kvartana nágranna undan Sólsetrinu.

Sjá einnig: Linda miður sín yfir níðstönginni – „Þetta er eitthvað frá svo myrkum heimi“

„Þetta er eitthvað frá svo myrkum heimi – hvaða heimur er þetta eiginlega? Þetta er eitthvað sem færir mig á nístingskaldan stað. Á ég að flýja mitt hús líka? Ég hef aldrei læst mínu húsi. Aldrei!“ sagði Linda í samtali við DV í gær.

Nafnlaus ábending

Nú virðist þó vera sem það sé komið á hreint hverjum níðstönginni var beint að. Guðna hefur nefnilega borist nafnlaus ábending um að níðstönginni hafi ekki verið beint að sér. „Gjörningurinn hafi beinst gegn starfsemi Sólsetursins og því meinta ofbeldi (andlegu og kynferðislegu) sem umræddur aðili fullyrðir að eigi sér stað þar,“ segir Guðni í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni en Guðni gaf DV góðfúslegt leyfi til að vekja athygli á því sem í henni stendur.

„Við sem búum á Skrauthólum og erum hluti af siðmenntuðu samfélagi erum fórnarlömb í þessu máli og lendum þarna í skotlínunni. Við erum bara venjulegt fólk sem viljum fá að lifa okkar venjulega lífi og teljum okkur eiga fullan rétt á því.“

Guðni segir að það sé gott að vita að þessu sé ekki beint að sér. „En vissulega tengist þetta þessari starfsemi Sólsetursins, eins og við vissum.“

Þá segir hann að það sé ömurlegt að búa í sveit og þurfa að lifa við það að fjöldi fólks „hafist við ólöglega“ í útihúsum í bakgarðinum. „Standi þar fyrir hvers kyns starfssemi án allra leyfa og í trássi við lög og reglur samfélagsins, án þess að yfirvöld bregðist við endurteknum ábendingum og kvörtunum,“ segir hann.

„Það er sorglegra en tárum taki að upplifa svona og þurfa mögulega að hrökklast í burt frá þeim dásamlegu heimilum sem við höfum búið okkur í sveitasælunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins