fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Myndband: Sérsveitarmaður miðaði skotvopni á ungan mann í miðbænum – „Ég er eini svarti gæjinn hérna“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. apríl 2022 12:39

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í myndbandi sem birt var klukkan 5 í nótt á samfélagsmiðlinum TikTok má sjá tvo fullbúna sérsveitarmenn hafa afskipti af ungum manni í rauðri úlpu í miðbæ Reykjavíkur. Annar sérsveitarmaðurinn heldur á skotvopni og miðar því á unga manninn sem furðar sig á þessum viðbúnaði sérsveitarinnar og baðar út örmum.

„Ég er eini svarti gæjinn hérna,“ heyrist ungi maðurinn segja í myndbandinu.

Þá sést annar ungur maður koma unga manninum í rauðu úlpunni til hjálpar en sá reynir einnig að ræða við sérsveitina. Þá mæta tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn sem fjarlægja þann af vettvangi og segja honum að róa sig niður.

Sá sem birti myndbandið segir í athugasemdunum við það að sérsveitarmennirnir hafi gengið beint upp að unga manninum í rauðu úlpunni og byrjað að spyrja hann spurninga. „Þeir miðuðu leisurum á strákana sem eru að tala við lögguna. Þeir miðuðu hlöðnu skotvopni á stráka undir lögaldri.“

Ekki er víst hvenær myndbandið var tekið upp en í athugasemdum er fullyrt að það sé frá því í nótt.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem um ræðir:

 

@eysteinnbatson♬ original sound – Eysteinn Batson

Uppfært klukkan 16:20:

Lögreglan sendi út tilkynningu fyrr í dag þar sem málið var útskýrt nánar. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað á fimmta tímanum í nótt en þá barst lögreglunni tilkynning um vopnaðan mann í miðborginni. Tilkynningin var „metin trúverðug og tekin alverlega“.

„Vegfarandi sagðist hafa heyrt á tali tveggja manna sem áttu í einhverjum útistöðum og að annar þeirra sagðist vera vopnaður og skildi vegfarandinn það þannig að um væri að ræða skotvopn. Vegfarandinn var með greinargóða lýsingu á manninum sem átti að hafa vopnið undir höndum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Lögreglan segir að brugðist hafi verið strax við samkvæmt verklagi og að það felist meðal annars í því að kalla til vakthafandi lögreglumenn hjá sérsveit ríkislögreglustjóra. „Fljótlega var maðurinn sem leitað var að staðsettur og höfðu lögreglumenn úr sérsveit afskipti af honum. Sá reyndist vopnlaus en í samtali við lögreglu viðurkenndi maðurinn að hafa látið þessi orð falla um vopnaburð í samskiptum við annan mann skömmu áður. Enginn var handtekinn vegna þessa.“

Haft var samband við forráðamann unga mannsins þar sem hann er undir 18 ára aldri.

Í tilkynningunni er sérstaklega tekið fram að skotvopnið sem lögreglumaðurinn heldur á er svokölluð höggboltabyssa. „Hún er í sama valdbeitingarstigi og lögreglukylfa,“ segir lögreglan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt

Hrafnhildur dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir fjárdrátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin