Gazprom segir að ekki verði skrúfað aftur frá fyrr en ríkin fallist á að greiða fyrir gasið með rúblum.
Rússneska ríkisstjórnin hefur hótað að skrúfa fyrir gas til annarra Evrópuríkja ef þau greiða ekki fyrir það með rúblum.
Evrópuríkin hafa þvertekið fyrir það og vísa í að samningar þeirra við Gazprom kveði á um greiðslur í evrum og dollurum.
Kröfum Rússa um greiðslur í rúblum er ætlað að styrkja rússnesku rúbluna sem á undir högg að sækja vegna refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi.
Það var síðdegis í gær að tilkynnt var að skrúfað yrði fyrir gasstreymið til Póllands og Búlgaríu klukkan 8 að staðartíma í dag og það gekk eftir. Verð á gasi hækkaði um 17% á evrópska gasmarkaðnum í kjölfar tilkynningar Gazprom í gær.