fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Samherja-símamálið: Kröfum Þóru hafnað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 17:07

Þóra Arnórsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Norðurlands eystra hafnaði í dag kröfum Þóru Arnórsdóttur fréttamanns þess efnis að Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjóra, og aðrir starfsmenn embættisins skuli víkja sæti við rannsókn Samherja-símamálsins.

Þóra og þrír aðrir blaðamenn hafa stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar fyrir norðan á þjófnaði á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, og afritun á gögnum í símanum. Talið er að gögnin á síma Páls hafi verið efniviður í skrifum Stundarinnar og Kjarnans í fyrra um svonefnda skæruliðadeild Samherja og áróðursáform hennar. Talið er að Páli hafi verið byrlað er náinn aðili tók síma hans og var honum um tíma ekki hugað líf.

Þóra telur að tiltekin ummæli Eyþórs í greinargerð embættisins og viðtölum við fjölmiðla geri starfsmenn embættisins vanhæfa til að rannsaka málið á hlutlausan hátt. Ummælin eru eftirfarandi:

„Blaðamönnum er umhugað um vernd heimildamanna sinna. Á móti bendir ákæruvaldið á að fjölmiðlar eru að hagnýta sér viðkvæma stöðu
heimildarmannsins. X kemur til þeirra á sennilega erfiðasta tímabili lífs síns, væntanlega mjög viðkvæmur og hugsanlega í hefndarhug. Í stað þess að staldra
aðeins við og veita X stuðning og hjálp, virðast fjölmiðlar fara strax í að nýta sér augljós brot hans sér í hag, bæði faglega og fjárhagslega. Þeir huga ekki að því að þarna er einstaklingur í viðkvæmri stöðu og sýna af sér algjört skeytingarleysi um hans líðan og líf.“

„Ef þú þolir ekki gagnrýni um sjálfan sig [sic], og það má segja um blaðamenn líka, eiga menn bara að vera í blómaskreytingum. […] já, sumir ættu að vera í
blómaskreytingum.“

Héraðsdómur hafnar því að ummælin feli í sér aðdróttanir um saknæmt athæfi blaðamannanna og telur ekki tilefni til að álykta að þau leiði til þess að starfsmenn og fulltrúar embættisins verði vanhæfir. Í niðurstöðu úrskurðarins segir:

„Samkvæmt því sem rakið hefur verið hér að framan hefur sóknaraðili ekki sýnt fram á að fyrir hendi séu atvik eða aðstæður sem séu til þess fallnar að draga óhlutdrægni varnaraðila, eða einstakra starfsmanna hans, í efa. Verður kröfum sóknaraðila því hafnað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi

Sindri Þór grunaður um fjárdrátt í starfi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins

Öflugasta gervigreindar fartölvan komin til landsins