fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Björk kemur lögreglunni til varnar og segir varla um kynþáttafordóma að ræða við leitina að Gabríel

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. apríl 2022 08:00

Björk Eiðsdóttir. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björk Eiðsdóttir skrifar pistil í  Fréttablaðinu í dag þar sem hún fjallar um hitamál síðustu viku, leit lögreglunnar að strokufanganum Gabríel Douane Boama. Segir hún að varla sé hægt að saka lögregluna um kynþáttafordóma þótt hún hafi tvívegis haft afskipti af 16 ára pilti í kjölfar ábendinga almennings.

Ungur maður strýkur úr haldi lögreglu við héraðsdóm þar sem mál hans er til meðferðar og umfangsmikil leit lögreglu að honum hefst um leið. Lýst er eftir unga manninum í fjölmiðlum þar sem mynd fylgir ásamt nánari lýsingu á útliti hans. Maðurinn er þeldökkur, í minnihlutahóp,” segir hún í upphafi leiðarans og bendir á að þótt maðurinn, sem heitir Gabríel Douane Boama, sé ungur að árum þá eigi hann langan og ofbeldisfullan brotaferil að baki. „Sextán ára gamall var hann kærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og ári síðar fyrir ofbeldis- og líflátshótanir gegn lögreglu. Til meðferðar í héraðsdómi var mál þar sem honum og fleirum er gert að sök að hafa þvingað háar fjárhæðir út úr manni með hótunum um líkamsmeiðingar og líflát. Rík ástæða var því fyrir viðbúnaði lögreglu sem lagði mikið í leitina,“ segir hún.

„Þeirri sömu lögreglu og hefur nú verið gefið að sök að hafa verið drifin áfram af kynþáttafordómum þegar hún hafði í tvígang afskipti af 16 ára dreng eftir ábendingum almennings – sem sérstaklega hafði verið kallað eftir í fjölmiðlum. Móðir drengsins segir afskiptin hafa valdið syni hennar áfalli og lýsir reynslunni allri sem niðurlægjandi,“ segir Björk og dregur frásögn móðurinnar ekki í efa, þetta hafi örugglega verið óþægileg lífsreynsla.

Hún bendir á að ríkislögreglustjóri hafi fundað með móðurinni og embættið hafi sent frá sér tilkynningu þar sem atvikin voru hörmuð og sagt að ábendingar móðurinnar veðri teknar til athugunar.

„Saklaus sextán ára drengur upplifði sig óöruggan gagnvart valdstjórninni og fannst að frelsi sínu vegið. Það er ömurleg upplifun. En er það rasismi? Ef miðað er við hitann í umræðunni, og þá helst á samfélagsmiðlum, er svarið já en ég voga mér að efast,“ segir Björk.

Hún segir engar vísbendingar vera um annað en að lögreglan hafi verið að sinna starfi sínu, hún hafi leitað að eftirlýstum fanga og allar vísbendingar hafi verið kannaðar. „Samkvæmt myndbandi af afskiptum lögreglu af þeim mæðginum er ekki að sjá að fyrir laganna vörðum hafi vakað nokkuð annað en að ganga úr skugga um að þar sæti ekki í bakaríi, innan um snúðasnæðandi almúgann, eftirlýstur strokufangi,“ segir hún.

Hún bendir á að íslenskt samfélag sé sífellt að verða fjölbreyttara og það megi svo sannarlega taka samtalið um kynþáttafordóma. „Niðrandi athugasemdir um fólk af öðrum uppruna í kommentakerfum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum, sanna það. Við ættum að sýna kjark til að taka það samtal af fullum þunga. En að líkja stöðunni hér við það sorglega menningarstríð sem geisað hefur í Bandaríkjunum um árabil, eins og digurbarkalega hefur verið gert í heimi samfélagsmiðla, er hreinlega hjákátlegt og málstað þeirra sem uppræta vilja fordóma síst til framdráttar,” segir hún að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar