fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Olígarkaafhjúpun hneykslar Breta

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. apríl 2022 21:00

Roman Abramovich er rússneskur olígarki sem hefur tapað peningum vegna stríðsins. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hafa bresk stjórnvöld boðið upp á svokallaða „gullvegabréfs-áætlun“. Í henni felst að ríkir erlendir ríkisborgarar geta „keypt“ sér landvistarleyfi með því að fjárfesta fyrir að minnsta kosti tvær milljónir punda í landinu.

Þetta hafa margir nýtt sér og þar á meðal rússneskir olígarkar. The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hafi tíu rússneskir olígarkar verið sviptir „gullvegabréfsárituninni“ sinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. En það sem hefur hneykslað marga er að sjö af þessum tíu fengu þessa áritun eftir að Rússar innlimuðu Krím í rússneska ríkjasambandið í kjölfar árásar þeirra á Krím 2014.

Susan Hawley, forstjóri Spotlight on Corruption, sagði þetta sönnun fyrir ánægju bresku ríkisstjórnarinnar með þá peninga sem hafa streymt til Bretlands og hafi það ekki skipt stjórnina máli að Rússar hafi ráðist á Krím 2014. Þá sagði David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, að Rússar þyrftu að velja diplómatíska leið til að leysa mál eða vera undir það búnir að sæta harðari refsiaðgerðum og einangrun.

En ekki er að sjá að Bretar hafi farið þá leið. Þeir tóku greinilega áfram vel á móti ríkum Rússum sem tengjast Vladímír Pútín Rússlandsforseta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“