Þetta hafa margir nýtt sér og þar á meðal rússneskir olígarkar. The Guardian segir að samkvæmt upplýsingum frá breskum stjórnvöldum hafi tíu rússneskir olígarkar verið sviptir „gullvegabréfsárituninni“ sinni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. En það sem hefur hneykslað marga er að sjö af þessum tíu fengu þessa áritun eftir að Rússar innlimuðu Krím í rússneska ríkjasambandið í kjölfar árásar þeirra á Krím 2014.
Susan Hawley, forstjóri Spotlight on Corruption, sagði þetta sönnun fyrir ánægju bresku ríkisstjórnarinnar með þá peninga sem hafa streymt til Bretlands og hafi það ekki skipt stjórnina máli að Rússar hafi ráðist á Krím 2014. Þá sagði David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, að Rússar þyrftu að velja diplómatíska leið til að leysa mál eða vera undir það búnir að sæta harðari refsiaðgerðum og einangrun.
En ekki er að sjá að Bretar hafi farið þá leið. Þeir tóku greinilega áfram vel á móti ríkum Rússum sem tengjast Vladímír Pútín Rússlandsforseta.