RT, sem er fréttastöð undir stjórn ráðamanna í Kreml, skýrði frá þessu í nótt í kjölfar fregna á samfélagsmiðlum um að íbúar í Brjansk hafi heyrt sprengingar og séð mikið eldhaf í birgðastöðinni.
RT segir að yfirvöld hafi ekki enn viljað tjá sig um ástæður þess að eldar loga í birgðastöðinni. Segir miðillinn að svo virðist sem eldurinn hafi komið upp á svæði sem herinn er með til umráða.