Skýringin á því er að með þessu eru úkraínsku varnarsveitirnar að vísa til kvikmyndarinnar Red Dawn frá 1984. Patrick Swayze lék aðalhlutverkið í henni. Myndin fjallar um hóp námsmanna sem berjast við sovéskan innrásarher í kjölfar innrásar Sovétríkjanna í Bandaríkin.
Andspyrnuhópurinn í myndinni kallar sig „The Wolverines“ en nafnið sótti hann til knattspyrnuliðs skólans þar sem námsmennirnir stunduðu nám. Í hvert sinn sem hópurinn lét til skara skríða gegn sovéska innrásarliðinu skildi hann einkennismerki sitt eftir.
Það er á þessum grunni sem úkraínsku varnarsveitirnar hafa tekið upp á því að skrifa „Wolverines“ á ónýta rússneska skriðdreka.
En orðið vísar í meira en kvikmyndina Red Dawn því í Úkraínu er hópur óbreyttra borgara sem kallar sig „Wolverines“ og berst gegn rússneska innrásarliðinu.
Það er Daniel Bilak, 61 árs lögmaður, sem leiðir hópinn en hann stofnaði hann nokkrum vikum fyrir innrás Rússa. Hann hefur sagt að hópurinn sé oft á ferðinni að næturlagi til að halda uppi lögum og reglum og til að góma rússneska hermenn.