fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Þess vegna er „Wolverines“ skrifað á ónýta rússneska skriðdreka

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. apríl 2022 06:21

Ónýtur rússneskur skriðdreki. Mynd:@nolamwpeterson/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á samfélagsmiðlum og víðar hafa birst myndir af ónýtum rússneskum skriðdrekum sem búið er að skrifa „Wolverines“ á. En af hverju er einmitt þetta orð skrifað, eða málað, á skriðdrekana?

Skýringin á því er að með þessu eru úkraínsku varnarsveitirnar að vísa til kvikmyndarinnar Red Dawn frá 1984. Patrick Swayze lék aðalhlutverkið í henni. Myndin fjallar um hóp námsmanna sem berjast við sovéskan innrásarher í kjölfar innrásar Sovétríkjanna í Bandaríkin.

Andspyrnuhópurinn í myndinni kallar sig „The Wolverines“ en nafnið sótti hann til knattspyrnuliðs skólans þar sem námsmennirnir stunduðu nám. Í hvert sinn sem hópurinn lét til skara skríða gegn sovéska innrásarliðinu skildi hann einkennismerki sitt eftir.

Það er á þessum grunni sem úkraínsku varnarsveitirnar hafa tekið upp á því að skrifa „Wolverines“ á ónýta rússneska skriðdreka.

En orðið vísar í meira en kvikmyndina Red Dawn því í Úkraínu er hópur óbreyttra borgara sem kallar sig „Wolverines“ og berst gegn rússneska innrásarliðinu.

Það er Daniel Bilak, 61 árs lögmaður, sem leiðir hópinn en hann stofnaði hann nokkrum vikum fyrir innrás Rússa. Hann hefur sagt að hópurinn sé oft á ferðinni að næturlagi til að halda uppi lögum og reglum og til að góma rússneska hermenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi