fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Segir að Rússar séu að hefja stríð gegn NATÓ – „Við munum ekki sýna þeim neina miskunn“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. apríl 2022 07:59

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gert verður út af við NATÓ og íbúar aðildarríkja bandalagsins geta ekki verið öruggir í „stríðinu á milli Rússlands og Evrópu“. Þessi orð féllu nýlega á besta útsendingartíma rússneskrar ríkissjónvarpsstöðvar, Russia-1, þar sem einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins sagði að innrásin í Úkraínu væri bara lítið skref í átt að stóra stríðinu gegn NATÓ.

„Í raun erum við að hefja stríð gegn NATÓ-ríkjunum. Við munum eyðileggja stríðsmaskínu NATÓ og íbúa ríkjanna. Þegar þessari aðgerð (innrásin í Úkraínu, innsk. blaðamanns) er lokið mun NATÓ þurfa að spyrja sig: Eigum við nóg af vopnum til að verja okkur? Er eitthvað eftir til að verja? Við munum ekki sýna þeim neina miskunn,“ sagði Valdimir Soloviev, einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins en hann tengist Pútín og stjórn hans nánum böndum.

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla, sem hafa látið þýða ummæli Soloviev, þá sagði hann einnig að það eigi að „afnasistavæða“ Úkraínu en Rússar séu í stríði við Evrópu og restina af heiminum og það hafi kennt Rússum eitt: „Við verðum að grípa til harðari aðgerða.“

Soloviev hefur árum saman verið talinn vera málpípa rússnesku ríkisstjórnarinnar og Pútíns. Pútín hefur sæmt hann fjölda heiðursorða og hann er á listum Vesturlanda yfir þá Rússa sem sæta refsiaðgerðum.

Í myndbandinu hér fyrir neðan er búið að texta ummæli Soloviev en það var Carl Bildt, fyrrum forsætisráðherra Svíþjóðar og núverandi stjórnarmaður í hugveitunni European Council on Foreign Relations, sem birti það á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Rútuslys á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd