fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Ívar Máni og bílasalan Bensinlaus.is sökuð um svik – Seldu að sögn bíla sem eru ekki til

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. apríl 2022 06:06

Ívar Máni á innsettu myndinni. Samsett mynd/bensinlaus.is og Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílasalan Bensinlaus.is og forsvarsmenn hennar er sögð hafa stundað stórfelld svik. Þessu halda bæði fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar fram og ellilífeyrisþegi sem greiddi margar milljónir fyrir bíl fyrir þremur mánuðum en hefur ekki fengið hann afhentan.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra er Ívar Máni Garðarsson forráðamaður bílasölunnar. Hann svaraði ekki símtölum Fréttablaðsins í gærkvöldi.

Bílasalan selur rafbíla. Einn þeirra sem keypti bíl af henni er Jóhannes Þór Jóhannesson, ellilífeyrisþegi. Hann keypti nýjan Ford Mustang þann 11. janúar og greiddi 1,5 milljónir við undirritun kaupsamnings og afganginn, 6,4 milljónir, fjórum dögum síðar. Bílinn hefur hann ekki fengið. „Bílasalarnir svara ekki í síma og munu núna vera komnir til Marbella á Spáni,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. Hann er með lögmann sem vinnur að málinu og hefur það verið tilkynnt til lögreglunnar.

Fjórir lykilstarfsmenn bílasölunnar hættu nýlega störfum vegna þessara viðskiptahátta. Þetta eru aðstoðarframkvæmdastjóri, sölustjóri, innkaupastjóri og mannauðsstjóri. „Við vitum að stjórnendur Bensinlaus.is eru að sýna viðskiptavinum verksmiðjupantanir á bílum úti á meginlandi Evrópu sem enginn fótur er fyrir, en með eftirgrennslan vegna nokkurra svona tilvika komst ég að því að engin pöntun lá fyrir,“ segir Jóhanna Pálsdóttir, fyrrum innkaupastjóri bílasölunnar.

Gísli Gíslason, fyrrum sölustjóri bílasölunnar, staðfesti sögu Jóhönnu og sagði að hluti svikanna sé að seinka ítrekað afhendingu bílanna hér á landi.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings