fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Segir að þetta geti skipt öllu um framtíð Pútíns

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 08:00

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússar hafa hrundið af stað stórsókn í Donbas en orustan um svæðið getur haft mikið um það að segja hvernig stríðinu vindur fram og hvernig því lýkur. Þetta er mat margra sérfræðinga. Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir að ósigur í Donbas geti markað upphafið að endalokum Pútíns í forsetastóli.

Eftir að hafa beðið ósigur við Kyiv og víðar í Úkraínu hafa Rússar flutt hersveitir sínar til austurhéraða Úkraínu og hafa boðað að markmiðið sé að „frelsa“ Donbas að fullu.

Donbas samanstendur af héruðunum Donetsk og Luhansk en um þriðjungur héraðanna hefur verið á valdi aðskilnaðarsinna og Rússa síðan 2014.

Jakub M. Godzimirski, sérfræðingur við norsku utanríkismálastofnunina, hefur rannsakað rússnesk utanríkis- og öryggismál í rúmlega 20 ár. Í samtali við Dagbladet sagði hann að mjög mikið sé undir fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn í orustunni um Donbas. „Rússneskur ósigur í Donbas gæti markað upphafið að endalokunum fyrir Pútín,“ sagði hann.

Hann benti á að grundvöllurinn fyrir innrás Rússa hafi verið viðurkenning Pútíns á sjálfstæði uppreisnarhéraðanna í austurhluta Úkraínu og því skipti yfirráð yfir þeim miklu. „Ef rússnesku hersveitunum tekst að sigra í austurhéruðunum mun þeim í raun takast að eyðileggja stóran hluta af varnargetu Úkraínumanna. Ef Úkraínumönnum tekst hins vegar að sigra verður það gríðarlegur ósigur fyrir Pútín,“ sagði hann.

Hann sagði erfitt að spá fyrir um hvernig átökunum í austurhlutanum lýkur en benti á að úkraínsku varnarsveitirnar hafi haft átta ár til að koma sér fyrir þar.

Hann sagði að 9. maí sé dagur sem skipti Pútín miklu máli og því hafi herinn nú beint sjónum sínum að austurhéruðum Úkraínu. Deginum er fagnað með mikilli hersýningu á Rauða torginu í Moskvu ár hvert en þennan dag minnast Rússar sigursins yfir Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni.

Margir hafa bent á að Pútín vilji lýsa yfir sigri í Donbas fyrir 9. maí, ef það takist ekki verði það mikill ósigur fyrir hann. Godzimirski sagði að ósigur í Donbas muni hafa mikil áhrif á pólitíska framtíð Pútíns. Hann missi ekki völdin á einni nóttu en ósigur muni samt hafa mjög slæm áhrif á getu stjórnar Pútíns til að halda völdum áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð