fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Reiði eftir að sérsveitin tók 16 ára dreng í misgripum fyrir strokufanga – „Svona mistök hefðu varla átt sér stað ef strákurinn væri hvítur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan leitar nú strokufangans Gabríels Douane Boama eftir að hann strauk úr Héraðsdómi Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær.

Í dag hafði sérsveit ríkislögreglustjóra svo afskipti af 16 ára dreng í strætisvagni, en drengurinn er, líkt og Gabríel, dökkur á hörund. Fréttablaðið greinir frá þessu og þar kemur fram að drengurinn hafi ekki verið handtekinn heldur umkringdi sérsveitin drenginn og félaga hans og skildi svo eftir úti á götu án frekari skýringa, en í leiðréttingu sem embætti ríkislögreglustjóra hefur sent í kjölfar fréttar kemur fram að sérsveit hafi farið inn í vagn, strax séð að um rangan einstakling væri að ræða og svo yfirgefið vagninn.

Móðir drengsins fundaði í kvöld með lögreglu vegna málsins.

Borið hefur á hörðum viðbrögðum vegna þessara mistaka og er talið að sérsveitin hafi í dag gerst sek um fyrir fram ákveðna kynþáttarhyggju (e. racial profiling).

Uppfært: 22:20Samkvæmt tilkynningu frá ríkislögreglustjóra sáu sérsveitarmenn strax og þeir fóru inn í strætisvagninn að ekki var um að ræða einstaklinginn sem lýst hafði verið eftir og yfirgáfu þeir því vagninn. Þeir fjarlægðu einstaklinginn ekki úr vagninum líkt og kom fram í fyrstu útgáfu fréttar. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“