fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Kristján Einar er áhrifavaldurinn sem handtekinn var á Spáni

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 16:12

Kristján Einar - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum Smartlands er íslenski ríkisborgarinn sem handtekinn var á Spáni í síðasta mánuði áhrifavaldurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Kristján, sem iðulega er kallaður Kleini, var handtekinn.

Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti í samtali við Smartland fyrr í dag að leitað hafði verið til borgaraþjónustu ráðuneytisins vegna handtökunnar.

Kristján trúlofaðist söngkonunni Svölu Björgvins árið 2020 en frægðarstjarna Kristjáns fór á flug þegar samband þeirra hófst.  „Það er enginn vafi á því að ég mun aldrei elska neina eins og ég elska Svölu. Í henni hitti ég sálufélaga minn og ég trúi því að ef maður er heppinn, þá gerist slíkt bara einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið í fyrra.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kristján kemst í kast við lögin. Hann var í fyrra sak­felld­ur fyr­ir fíkni­efna- og vopna­laga­brot. Hann var einnig sak­felld­ur fyr­ir lík­ams­árás í héraðsdómi en sýknaður í Lands­rétti.

Í desember árið 2020 greindi DV frá því að héraðssaksóknari væri búinn að ákæra Kristján fyrir að hóta lögreglumönnum lífláti á Hótel Barón við Barónsstíg í Reykjavík. Samkvæmt ákærunni á Kristján að hafa sagt eftirfarandi við þrjá lögreglumenn er þeir voru við skyldustörf: „Einn daginn mun ég drepa einn af ykkur.“

Er athæfi Kristjáns sagt varða við 106. gr. almennra hegningarlaga sem fjallar um brot gegn valdstjórninni. Samkvæmt bestu vitund DV er enn ekki búið að dæma í því máli en Kristján hefur áður gerst brotlegur við ákvæðið sem um ræðir.

Lesa meira: Kristján ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum – Hlaut dóm fyrir fíkniefni, vopnaburð og árás í fyrra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands