fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Kolbrún ósátt með djammið og vill færa það úr miðbænum – „Þetta ófremd­ar­ástand má auðveld­lega strax bæta“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 13:02

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir að hópur fólks sem býr nálægt skemmtistöðum í miðbænum hafi haft samband við sig og lýst „ömirlegri tilveru um nætur“ þegar stemning á djamminu er í hámarki. Í pistli eftir Kolbrúnu sem birtist í Morgunblaðinu í dag lýsir hún því hvernig íbúar í grennd við skemmtanalífið í bænum hafa sett sig í samband við hana til að kvarta undan hávaða.

„Vissu­lega veitti Covid þess­um íbú­um grið um tíma en nú er allt komið í sama farið. Reglu­gerðin sem hér um ræðir er í sjálfu sér ágæt. Eina vanda­málið er að henni er ein­fald­lega ekki fram­fylgt. Auk þess stang­ast leyfi fyr­ir af­greiðslu­tíma skemmti­staða á við þau lög að íbú­ar eigi rétt á svefnfriði frá klukk­an 23 til sjö að morgni, óháð bú­setu, sam­kvæmt 4. grein lög­reglu­samþykkt­ar. Einnig er slá­andi að hávaðamörk­um er ekki fram­fylgt með nokkr­um viðun­andi hætti en þau mega ekki fara yfir 50 desíbel úti á göt­um (Evr­ópu­sam­bandið miðar við 40 desíbel). Ítrekað hef­ur verið hringt í lög­reglu, sem íbú­ar segja að hafi engu skilað,“ segir Kolbrún í pistlinum.

„Þá er ótal­inn sá and­legi skaði sem íbú­ar hafa orðið fyr­ir“

Samkvæmt Kolbrúnu er mælirinn löngu orðinn fullur hjá „mörgum þessara íbúa“ sem rætt hafa við hana. Hún bendir á að í nærum­hverfi þess­ara næt­ur­klúbba búa til dæmis barna­fjöl­skyld­ur, ör­yrkj­ar og eldra fólk. Hún segir að þegar íbúar kvarti undan hávaðanum til yfirvalda mæti þeim tómlæti og að þeir séu jafnvel spurðir hvers vegna „þeir flytji ekki bara eitthvað annað“.

„Hér er verið að tala um næt­ur­klúbba sem eru opn­ir til klukk­an 4.30 með til­heyr­andi hávaða, götupar­tí­um, skríls­lát­um, sóðaskap og of­beldi. Að leyfa diskó­tek í göml­um, full­kom­lega óhljóðein­angruðum timb­ur­hús­um verður að telj­ast harla und­ar­legt. Hávaðinn, aðallega bass­inn, berst lang­ar leiðir um göt­ur og torg. Marg­ir íbú­ar, sér­stak­lega kon­ur, veigra sér einnig við að vera úti eft­ir miðnætti um helg­ar af ótta við að verða fyr­ir aðkasti og áreitni.“

Kolbrún talar þá um það hvernig djammið í bænum virkar. „Þess­ir næt­ur­klúbb­ar selja áfengi fram á loka­mín­útu. Frést hef­ur af fólki sem vill halda áfram að djamma ganga út með birgðir af áfengi þegar skellt er í lás,“ segir hún.

„Ekki er óal­gengt að íbú­ar finni fólk í görðum sín­um, eða á úti­dyratröpp­un­um, sem lagst hef­ur þar til svefns eða dáið drykkju­dauða. Ferðamenn líða einnig fyr­ir næt­ur­djammið í miðbæn­um. Eig­end­ur hót­ela og gisti­húsa fá stöðugar kvart­an­ir frá hót­elgest­um um að þeir geti ekki sofið fyr­ir hávaða. Sú sjón sem blas­ir við ferðamönn­um þegar þeir fara í skoðun­ar­ferðir snemma morg­uns eða út á flug­völl er held­ur ófög­ur og ekki borg­inni til sóma. Það er engu lík­ara en að borg­ar­yf­ir­völd séu al­ger­lega meðvit­und­ar­laus um þenn­an ófögnuð.“

Kolbrún bendir þá á þá staðreynd að þegar fólk hefur fengið sér mikið áfengi þá geti það komið fyrir að dómgreind og skynsemi minnki. Hún segir að það geti aukið líkur á ólöglegu atferli áreitni og ofbeldi. „Ölvaðir gest­ir næt­ur­klúbba kasta stund­um af sér vatni þar sem þeir standa og ganga örna sinna á hinum ólík­leg­ustu stöðum, til dæmis á tröpp­um fólks, í görðum eða geymsl­um þeirra. Sprautu­nál­um, bjórdós­um, glös­um, smokk­um, sígrett­ustubb­um og mat­ar­leif­um er hent hvar sem er og end­ar það oft­ar en ekki á tröpp­um íbú­anna eða í görðum þeirra,“ segir hún.

„Dauðir hlut­ir njóta held­ur engra griða. Veggjakrot og eigna­spjöll fá að þríf­ast án nokk­urr­ar refs­ing­ar. Bíl­ar íbú­anna hafa sömu­leiðis verið skemmd­ir, inn í þá brot­ist eða skorið á dekk­in. Þeir sem hafa leitað til lög­reglu eða trygg­inga­fé­laga með þessi mál hafa ekki haft er­indi sem erfiði. Ef kostnaður af skemmd­ar­verk­um á eig­um fólks í miðborg­inni sem teng­ist næt­ur­klúbb­um væri tek­inn sam­an myndi hann ábyggi­lega hlaupa á hundruðum millj­óna króna. Þá er ótal­inn sá and­legi skaði sem íbú­ar hafa orðið fyr­ir.“

Vill færa djammið út á Granda

Kolbrún er þó ekki bara að kvarta yfir því að fólk skemmti sér í miðbænum, hún er líka með hugmynd að lausn – það er að færa vandamálið annað. „Þetta ófremd­ar­ástand má auðveld­lega strax bæta. Það er eng­inn að tala um að banna næt­ur­klúbba. Fyrsta skrefið er að virða gild­andi reglu­gerðir. Skala þarf niður hávaðann. Skoða mætti einnig hvort ekki væri hægt að finna næt­ur­klúbb­um af þess­ari teg­und hent­ugri staðsetn­ingu, utan al­mennr­ar íbúðarbyggðar,“ segir hún.

Hún veltir upp þeirri hugmynd að byggja upp svokallað „party zone“ og leggur til að það verði gert úti á Granda. Sem sagt fjær íbúabyggðinni í miðbænum en nær þeirri sem nú er í gamla Vesturbænum.

„Á mín­um yngri árum sótti ég staði sem voru ekki í miðri íbúðarbyggð eins og Sig­tún, Þórskaffi og Hollywood. Þarna var dansað fram eft­ir nóttu og úti biðu leigu­bíl­ar til að koma gest­um heim. Til bóta væri einnig að ráða næt­ur­lífs­stjóra sem héldi utan um þenn­an mála­flokk hjá borg­inni.“

Að lokum segir Kolbrún að það sé á hennar ábyrgð að hlusta á raddir þessa hóps sem á erfitt með skemmtanalífið í miðbænum. „Þess vegna lagði ég fram í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins til­lög­una um að reglu­gerð um hávaðameng­un yrði fylgt eft­ir. Ég spurðist fyr­ir um þessa til­lögu fyr­ir skemmstu og var sagt að hún yrði sett á dag­skrá eft­ir kosn­ing­ar,“ segir hún.

„Ég vil standa með öll­um borg­ar­bú­um sem eiga um sárt að binda vegna þess að borg­ar­yf­ir­völd hafa neitað að hlusta, neitað að skilja og virðast ein­göngu vilja þagga óþægi­leg mál niður. Fyr­ir kosn­ing­ar má nátt­úr­lega ekk­ert skyggja á glans­mynd borg­ar­stjóra. Slíkt órétt­læti og und­an­brögð verða ekki liðin af okk­ur í Flokki fólks­ins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“