fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Ferðamálastjóri sakaður um einelti og ofbeldi – Rannsókn í gangi í ráðuneytinu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. apríl 2022 11:02

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Mynd: Fréttablaðið/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír starfsmenn Ferðamálastofu, einn núverandi og tveir fyrrverandi, hafa leitað til menningar- og viðskiptaráðuneytisins með kvartanir á hendur ferðamálastjóra fyrir ótilhlýðilega stjórnarhætti, ofbeldi og einelti. Ferðamálastjóri er Skarphéðinn Berg Steinarsson.

Þessar upplýsingar koma fram í tölvupósti sem Helena Karlsdóttir, forstöðumaður á stjórnsýslu- og umhverfissviði Ferðamálastofu, hefur sent á starfsfólk stofnunarinnar.

Í póstinum kemur fram að Skarphéðinn vilji halda ákveðinni fjarlægð frá málinu og því hafi hann falið Helenu að upplýsa starfsfólk um stöðu mála. Er boðað að ráðgjafar frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu muni ræða við starfsfólk vegna rannsóknarinnar. Ráðuneytið vinnur samkvæmt stefnu og áætlun Stjórnarráðsins gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.

DV hafði samband við Skarphéðinn Berg Steinarsson vegna málsins. Hann segist, að beiðni ráðuneytisins, ekki getað tjáð sig um þessar kvartanir efnislega en hann hafi svarað fyrirspurnum ráðuneytisins um málið. Segir Skarphéðinn að það sé vægt til orða tekið að hann sé ósammála innihaldi kvartananna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti

Ekkert lát á verðhækkunum á kakói, kaffi, gulli og nautakjöti
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar

Brandari sem varð að alvöru hlaut ekki náð fyrir augum mannanafnanefndar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot

Milljónir vantar hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga og fyrrverandi stjórnendur grunaðir um lögbrot
Fréttir
Í gær

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín

Sótt að Gunnari Þórðarsyni: Kröfðust þess að leigjandi íbúðar hans yrði borinn út – Segja að börnin þori ekki heim til sín
Fréttir
Í gær

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram

Oddvitar skora á Guðrúnu að bjóða sig fram
Fréttir
Í gær

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana

Fær skilorð fyrir að verða Ibrahim að bana