Nýja Vínbúðin hefur ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum Eflingar 3.000 króna inneign í versluninni. Er þetta gert til að sýna starfsfólkinu stuðning á erfiðum tímum en nýlega var öllu starfsfólki á skrifstofu Eflingar sagt upp störfum.
Í tilkynningu frá Nýju Vínbúðinni segir:
„Starfsfólk Nýju vínbúðarinnar ákvað í dag, eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi undanfarna daga, að styðja við bakið á starfsfólki Eflingar sem missti vinnuna nýlega í hópuppsögn meirihluta stjórnar stéttarfélagsins.
Það er ekki auðvelt hlutskipti í aðdraganda páska að vera sagt upp störfum og búa við óvissu um framfærslu í náinni framtíð. Til að koma til móts við starfsfólkið og sýna því táknrænan stuðning býður Nýja vínbúðin öllum starfsmönnum Eflingar sem misstu vinnuna í hópuppsögninni 3.000 krónu inneign í vefversluninni.
Það eina sem þarf að gera er að sýna fram á að viðkomandi er starfsmaður Eflingar þegar pantað er. Nýja vínbúðin er opin yfir alla páskana til klukkan 20 og hægt er að nálgast vörur í vöruafgreiðslu í Skipholti 27 í Reykjavík en einnig er boðið uppá heimsendingar og hraðsendingar á innan við 2 tímum.
Nánari upplýsingar um vöruafgreiðslu Nýju Vínbúðarinnar má finna hér: https://nyjavinbudin.is/voruafgreidsla/