fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Brynjar Níelsson orðinn stór og sterkur – „Eins og ég hafi breyst úr Láka jarðálfi í Gísla Martein“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. apríl 2022 10:31

Brynjar Níelsson og Mr Burns úr Simpsonsþáttunum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, deilir því á Facebook síðu sinni að hann sé byrjaður aftur í ræktinni eftir langt hlé vegna veikinda og slysa.

Eiginkona hans er Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, en hann vísar í færslunni til hennar sem „Soffíu“ og er það raunar ekki í fyrsta skipti sem hann vísar til eiginkonu sinnar sem Soffíu frænku úr Kardomommubænum þegar hann skrifar á Facebook.

„Soffía ákvað að fara með mér fyrstu tímana vegna þess að ég er óöruggur og lítill í mér. Finn að margir eru smeykir við hana og því þarf ég aldrei að bíða lengi eftir að komast í tæki. Steig á viktina, sem gaf til kynna að hér væri á ferð stór og sterkur maður, en reyndist vera eins og Mr. Burns þegar í tækin kom,“ skrifar Brynjar en flestir þekkja herra Burns úr þáttunum um Simpson fjölskylduna.

„Ég finn mikla breytingu á mér eftir nokkra tíma. Hef breyst í Tvitter mann, yndislegan, fallegan og góðan 21. aldar mann. Búinn að selja bílinn, rífa bílskúrinn og stækka barnaherbergin og ýmist geng ferða minna eða ferðast á hjóli Soffíu, sem er með körfu að framan. Nú er ég tilbúinn að slaufa alla sem eru öðruvísi eða ósammála mér, allt í nafni réttlætis og manngæsku. Mér finnst eins og ég hafi breyst úr Láka jarðálfi í Gísla Martein,“ segir Brynjar.

Færsluna hans má nálgast hér.

Kosningastjóri Brynjars er Soffía frænka – „Hef fengið kvartanir frá mörgum eldheitum stuðningsmönnum“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri