Af nægu var að taka hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.
Mest var að gera í miðborginni, eins og við var að búast en föstudagurinn langi er alla jafna mikill partídagur í bænum.
Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um tvo menn á röltinu með kylfur. Mennirnir fundust ekki þrátt fyrir leit. Skömmu síðar var lögregla kölluð til að hóteli í miðborginni vegna manns sem hafði drukkið sig ofurölvi á hótelbarnum en svo neitað að borga reikninginn. Maðurinn var „fjarlægður“ af lögreglu, eins og segir í tilkynningunni, og sefur nú úr sér áfengisvímuma í fangaklefa.
Þo nokkur óhöpp í umferðinni voru þá tilkynnt til lögreglu en engin tilkynnt tjón á fólki.