fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Persónulegar árásir í garð starfsfólks Eflingar – „Sumir þora ekki út úr húsi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. apríl 2022 18:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnheiður Valgarðsdóttir,  starfsmaður á skrif­stofu Efl­ing­ar og fyrr­ver­andi trúnaðarmaður, segir flest starfsfólk hætt störfum og mundi aldrei mæta aftur.

„Líklega mun Sólveig (Anna Jónsdóttir) sjálf, og hennar gallhörðu fylgjendur, sjá um starfsemi skrifstofunnar næstu vikurnar. Mér hryllir við þeim áhrifum sem það mun hafa á þá sem hjálp þurfa, sem í sárri neyð þurfa að leita í þekkingu Eflingar en munu grípa í tómt,“ segir Ragnheiður í opinni Facebookfærslu um stöðuna sem upp er komin hjá þessu öðru stærsta stéttarfélagi landsins.

Hún segir frá því að fyrir skemmstu hafi henni borist skilaboð frá „einhverjum Jóni“ þar sem hún og annað starfsfólk hafi verið rakkað niður en stuðningi lýst yfir við Sólveigu.

Jón skrifaði meðal annars í skilaboðunum til Ragnheiðar: „Þetta stéttarfélag var handónýtt fyrir tíma Sólveigar og ykkar frí er búið, nú kemur vonandi starfsfólk inn sem virkilega berst fyrir okkur, og eyðir ekki tíma í að bola út lýðræðislega kosnum formanni. Það vorkennir ykkur enginn, enda kaus ykkur enginn, það var bókstaflega kosið ykkur út, ef einhver á að biðjast afsökunar þá eru það þið skrifstofulið við meðlimi Eflingar fyrir þetta skítkast gegn okkar formanni.

Gangi þér vel í næsta starfi, vonandi verður það ekki hjá stéttarfélagi.“

Virðing fyrir Sólveigu og lægri laun

Ragnheiður er örmagna, eins og annað starfsfólk Eflingar, og bendir hún á að Jón geri sér enga grein fyrir því starfi sem unnið er á skrifstofum stéttarfélagsins gangi út á.

„Starfsemi Eflingar er margslungin og þar er mikil sérþekking. Það er mikil óskhyggja að halda að það sé hægt að skipta út stórum hluta starfsmanna á einu bretti. Slíkt mun hafa í för með sér mikið skerta þjónustu og aukin kostnað. Auk þessa get ég ekki séð að nýtt starfsfólk geti sætt sig við óbreytta stjórnun skrifstofunnar, stjórnleysi og samskiptaleysi,“ segir hún og telur upp hvað nýtt starfsfólk þurfi til að bera, meðal annars að bera fulla virðingu fyrir Sólveigu Önnu og sætta sig við lægri laun en gengur og gerist fyrir sambærileg störf.

Trúa að þau séu vont fólk

Hún segir starfsfólk Eflingar hafa lagt sig allt fram síðustu ár og unnið eftir stefnu Sólveigar Önnu.

„Starfsfólkið hefur ekkert til saka unnið. Við höfum þurft að þola stöðugar árásir, mikið álag, svefnleysi, streitu, skort á stuðningi og á okkur hefur verið öskrað. Við höfum þurft að horfa á bak fjölda samstarfsfélaga án kveðjustunda. Stöðugar byltingar og breytingar. Við höfum aldrei getað verið vinnustaður eins og góðir vinnustaðir almennt eru. Alltaf var verið að búa til óvini innan og utan skrifstofunnar. Alltaf tortryggni í garð allra. Það er búið að finna okkur allt til foráttu. Sumir þora ekki út úr húsi eða hafa orku til að rísa á fætur. Síðustu mánuði höfum við þurft að taka á móti fólki eins og honum Jóni, sem trúir því upp á okkur að við séum vont fólk og viðmót þess gagnvart okkur er eftir því, eintómt hatur. Hver sem er getur séð að þetta eru ómannsæmandi andlegar aðstæður, mannskemmandi. Því ætti það ekki að þykja undarlegt að við séum meira og minna komin í veikindaleyfi vegna streitu, þunglyndis og kulnunar?

Það er sárt að sjá félagsfólk skrifa um okkur sem sjálftökulið og ekki vera verð launa okkar. Við höfum borið hag þessa fólks fyrir brjósti árum saman, barist með því í alls konar vinnudeilum, hjálpað því að leiðrétta launaþjófnað og fá bætur fyrir þær misgjörðir sem þeim hefur verið beitt.

Við höfum leiðbeint fólki í gegnum sjúkdóma og slys, hvernig það geti fengið hjálp í gegnum sjóði Eflingar og margt annað. Flest okkar eru í félagsmenn í Eflingu, og við höfum unnið í þágu allra félagsmanna Eflingar.“

Sólveig hafi tæmt skrifstofuna

„Sólveig hefur kallað ítrekað eftir vinnufriði svo hún geti snúið aftur til þeirra starfa sem hún er “lýðræðislega” kosin til af félagsmönnum. Ég held að það sé komið að því að Sólveig mæti. Skrifstofan er alveg að verða tóm. Henni hefur tekist að tæma hana. Reka alla og koma fólki í langtíma veikindi með hegðun sinni. Henni er svo sannarlega óhætt að fara að koma til starfa niður í Guðrúnartún. Það er ekki mikil hætta á að hún þurfi að hitta samstarfsfélaga, þeir eru örfáir eftir. Hún getur bara komið og hafist handa við að afgreiða félagsmenn með þeirra allskonar mál.

Bara ekki laumast í kexskúffuna!“

Færslu hennar í heild sinni má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra

Foreldrar leikskólabarna fagna áfangasigri – Eru afar ósátt við dómsmálaráðherra
Fréttir
Í gær

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Í gær

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“

Jörgen segir að nauðganir séu allt að því refsilausar – „Dómskerfið undir leiðsögn Al­þing­is stendur sig afleitlega“
Fréttir
Í gær

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“

27 faldur hagnaður á einbýlishúsi unga öryrkjans – „Eitt skýrasta dæmi óréttlætis sem hægt er að hugsa sér“
Fréttir
Í gær

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda

Smjörþjófnaður eykst í Rússlandi – Er merki um undirliggjandi vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“

Kristrún bregst við bloggskrifum Þórðar Snæs – „Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann“