fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hæstiréttur staðfestir 10 mánaða fangelsisdóm Þrastar Emilssonar fyrir fjárdrátt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 11:52

Þröstur Emilsson. Ljósmynd/vefur adhd.is - ADHD samtökin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur hefur staðfest 10 mánaða fangelsisdóm Landsréttar yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu.

Þröstur, sem var áður en hann hóf störf hjá samtökunum landsþekktur fréttamaður, var sakaður um að hafa dregið sér fé úr sjóðum ADHD-samtakanna, samtals yfir 7 milljónir, 7.115.767, í 50 tilvikum, á þriggja ára tímabili, frá 2015 til 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna.

Hann var ennfremur ákærður fyrir umboðssvik með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota í 131 skipti  fyrir upphæð rúmlega 2 milljónir króna. Þá var Þröstur ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotunum.

Ákæruvaldið krafðist þess að Þröstur yrði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

ADHD-samtökin gerðu einkaréttarkröfu og kröfðu Þröst um rúmlega 9 milljónir króna auk dráttarvaxta frá og með 18. nóvember 2018.

Þröstur játaði brot sín skýlaust og var hann fundinn sekur í öllum ákæruliðum. Var hann dæmdur í 10 mánaða fangelsi í héraði en sjö mánuðir þar af eru skilorðsbundnir. Landsréttur staðfesti síðan dóminn í öllum atriðum sem var síðan staðfestur af Hæstarétti.

Hann er jafnframt dæmdur til að greiða ADHD-samtökunum rúmlega  9 milljónir auk dráttarvaxta og að greiða samtökunum tæplega 170.000 krónur í málskostnað. Þar sem Þröstur varði sig sjálfur (og játaði brot sín) var málskostnaði fyrir hans hönd ekki til að dreifa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar