Ivanna Klympusj, þingkona á úkraínska þinginu og formaður aðlögunarnefndar þingsins að aðild að ESB, skrifaði á Twitter að árás, líklega þar sem efnavopnum var beitt, hafi verið gerð um klukkan 22 í gærkvöldi.
Azov-herdeildin, sem heyrir undir úkraínska þjóðvarðliðið segir að Rússar hafi notað efnavopn í borginni. Fólk hafi átt erfitt með andardrátt og einnig hafði það átt erfitt með að hreyfa sig. Þetta kemur fram í færslu á Telegram.
Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, skrifaði á Twitter að bresk yfirvöld vinni nú að rannsókn á málinu til að fá staðfest hvort þessar fréttir séu réttar. „Notkun á efnavopnum myndi vera hryllileg stigmögnun átakanna og Bretland mun gera Pútín og stjórn hans ábyrga fyrir slíku,“ skrifaði hún.
Reports that Russian forces may have used chemical agents in an attack on the people of Mariupol. We are working urgently with partners to verify details.
Any use of such weapons would be a callous escalation in this conflict and we will hold Putin and his regime to account.
— Liz Truss (@trussliz) April 11, 2022
Í ávarpi til úkraínsku þjóðarinnar í nótt varaði Volodymyr Zelenskyy, forseti, við því að Rússar muni hugsanlega beita efnavopnum og að nauðsynlegt sé að Vesturlönd grípi til enn frekari refsiaðgerða gegn þeim til að halda þeim frá því að beita efnavopnum. Hann sagði ekki að efnavopnum hafi verið beitt enn sem komið er.