fbpx
Föstudagur 10.janúar 2025
Fréttir

Auður vill bera ábyrgð á því sem hann hefur gert en ekki því sem er logið á hann – „Ég get ekki tekið við því sem er algjörlega ósatt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, öðru nafni Auður, viðurkennir að hafa verið ógnandi, dónalegur og særandi og hafa farið yfir mörk kvenna. Hann gengst við að hafa með þeim hætti brotið gegn þremur konur og hefur hann reynt að gera upp málin við þær. Ein þeirra féllst á að hitta hann í sáttameðferð og hittust þau meðal annars hjá sálfræðingi. Í seinna skiptið sem þau hittust þar endaði fundurinn á faðmlagi sem Auður segir að hafi verið mjög fallegt.

Auður steig fram í viðtali við Stöð 2 í kvöld. 

Umrædd kona staðfestir að hafa farið í gegnum sáttameðferð með Auði og hafa skilið sátt við hann.

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að hegðu mín hefur verið meiðandi og særandi og ég reyni að axla ábyrgð á því,“ segir Auður.

Sjálfhverfa helsta ástæðan fyrir hegðun hans

Auður telur að markalaus hegðun hans við konur hafi fyrst og fremst stafað af sjálfhverfu. Eftir að hann sló í gegn sem tónlistarmaður hafi hann upplifað veröldina sem kvikmynd þar sem hann væri aðalpersónan en allir aðrir hafi verið aukaleikarar.

Hann hafi mjög forðast alla tilfinningalegar skuldbindingar og af því viðhorfi hafi sprottið meiðandi og særandi hegðun af hans hálfu.

Biður um að vera dæmdur út frá gjörðum en ekki ósönnum sögum

Auður segir að margt sem hafi verið sagt og skrifað um hann þegar honum var slaufað í fyrra sé ósatt. Meðal annars er því haldið fram að hann hafi stundað kynlíf með stúlkum undir lögaldri, frelsissvipt konur, byrlað konum og látið konur skrifa undir þöggunarsamninga. Allar þessar ásakanir segir Auður vera ósannindi og bull.

„Það er í grunninn munur á því að trúa þolendum og trúa orðrómum. Ég get ekki tekið við því sem er algjörlega ósatt. Ég vil miklu frekar, bæði hér og í lífi mínu, axla ábyrgð á þeirri hegðun sem ég ber ábyrgð á. Særandi og óþægileg, ég hef verið að fara yfir mörk, og ég hef verið meiðandi í minni hegðun. Ég hef ekki gert mér almennilega grein fyrir henni en ég samt ber algjörlega ábyrgð á henni,“ segir Auður.

Auður brast í grát í þættinum þegar ummæli um hann, sem hann segir ósönn, voru sýnd honum. Þar er hann meðal annars sagður vera barnaníðingur. Hann segir þetta allt vera ósatt. Hann vilji taka ábyrgð á því sem hann raunverulega hafi gert af sér en hann geti ekki tekið ábyrgð á ósanningum um hann.

Auður segist hafa uppgötvað í vinnu sinni hjá sálfræðingi að hann hafi beitt ofbeldi án þess að gera sér grein fyrir því. Hann hafi kafað mikið ofan í sjálfan sig og hegðun sína, sú vinna hafi verið mjög erfið en lærdómsrík. Hann hefur jafnframt látið af neyslu vímugjafa.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“

Sigurjón skammar Moggann – „Framsetning Morgunblaðsins í þessu máli er engin tilviljun“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Rútuslys á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 

Gróa lætur Íslandspóst heyra það – „Þetta finnst mér algjörlega óviðunandi þjónusta“ 
Fréttir
Í gær

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd

Stórhættulegur maður með andfélagslega persónuleikaröskun grunaður um fjölda brota – Sýnir enga iðrun og finnur ekki fyrir sektarkennd