fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Telur að hræðilegar stríðsmyndir og „rússnesk refsiaðgerð“ geti þvingað NATÓ til aðgerða í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. apríl 2022 05:30

Ónýtt brynvarið ökutæki í Ivanivka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru rúmar sex vikur síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Þeir hafa ekki náð þeim markmiðum sem þeir höfðu sett sér fyrir innrásina og virðast nú hafa hætt við sum af markmiðum sínum. Miðað við liðsflutninga Rússa virðist sem þeir ætli nú að einbeita sér að Donbas og Maríupól. En það er staðan eins og hún er núna, hún gæti breyst án fyrirvara.

Fram að þessu hafa Vesturlönd haldið sig frá því að blanda sér beint í stríðið en hafa hins vegar stutt við bakið á Úkraínumönnum með vopnum og peningum.  En eftir því sem stríðið dregst á langinn er eitt og annað sem bendir til að NATÓ geti ekki bara látið duga að senda vopn til Úkraínumanna, heldur verði bandalagið að blanda sér í hernaðarátökin í landinu.

Þetta er mat Claus Mathiesen, sem er lektor við danska varnarmálaskólann og fyrrum hermálafulltrúi í Úkraínu. Hann segir að vegna frétta af voðaverkum í stríðinu og hættunnar á að Vesturlönd muni pirra Rússa mikið geti til þess komið að Rússar ákveði að beina spjótum sínum að NATO-ríki.

Stóra spurningin er hversu lengi Vesturlönd og NATÓ geta staðið á hliðarlínunni og látið nægja að fylgjast með því sem gerist í Úkraínu án þess að blanda sér beint í stríðið?

Flugskeytaárás Rússa á lestarstöðina í Kramatorsk á föstudaginn varð að minnsta kosti 50 almennum borgurum að bana að sögn úkraínska stjórnvalda. Rúmlega 100 særðust. Mathiesen sagði í samtali við TV2 að þessar háu tölur bendi til að Rússar hafi ekki kannað skotmarkið fyrir fram, til dæmis með því að senda dróna til að taka myndir til að sjá hversu margir almennir borgarar voru á svæðinu. Mathiesen sagðist telja að það séu hryllilegir atburðir á borð við þennan sem geti á endanum neytt NATÓ til að blanda sér í stríðið.

Hann segir að eftir því sem stríðið dregst á langinn og fleiri fréttir berast af mannfalli meðal almennra borgara þá geti Vesturlönd neyðst til að endurmeta hvað þau vilja gera og NATÓ verði að spyrja sig hversu lengi bandalagið vilji og geti staðið og látið nægja að fylgjast með. „Það er jú það sem við gerum núna á Vesturlöndum, það verðum við að játa,“ sagði hann.

Annað atriði sem getur skipt máli varðandi þróun mála er sá stuðningur sem Vesturlönd veita Úkraínumönnum í formi vopnasendinga. Á fimmtudaginn sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna að nú verði enn fleiri og fullkomnari vopn send til Úkraínumanna. En það getur haft ákveðnar afleiðingar að senda Úkraínumönnum vopn að mati Mathiesen því hann sagði að á einhverjum tímapunkti geti svo farið að „Rússar fái nóg og segi hingað og ekki lengra“.

„Ég get alveg séð fyrir einhverskonar refsingu af hálfu Rússa. Ef ég á að giska á land sem væri upplagt að refsa, þá er það Pólland,“ sagði hann.

Ef svo fer að Rússar geri flugskeytaárás á landamæri Póllands við Úkraínu mun það verða til þess að NATÓ verður að íhuga hvort fimmta grein sáttmála aðildarríkjanna eigi við en hún kveður á um að árás á eitt NATÓ-ríki sé árás á þau öll.

„Eftir því sem stríðið dregst á langinn verða vonbrigðinmeiri og hættan á refsingu eykst. Þessi vonbrigði geta orðið eitthvað sem dregur okkur inn í stríðið, hvort sem við viljum eða ekki,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings