fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Sakar Eddu Falak um að hafa snuðað sig um peninga – Edda segir uppgjöri ólokið en ekki standi á henni að borga

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 11. apríl 2022 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjóla Sigurðardóttir, sem stofnaði hlaðvarpsþáttinn Eigin konur með Eddu Falak, segir í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter að hún hafi aldrei fengið krónu fyrir vinnu sína við hlaðvarpsþáttinn sem á skömmum tíma varð vinsælasta hlaðvarp landsins.

Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn – blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar. . Áskriftir og sponsar – við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu,“ segir Fjóla í færslunni. 

Tilefni færslu Fjólu var viðtal við Eddu í þættinum Aðalpersónur á Stöð 2 sem er í umsjón Lóu Bjarkar Björnsdóttur. Þar ræddu Lóa Björk og Edda þá gagnrýni sem heyrst hefur um að Edda sé að græða áskriftatekjur af sögum þolenda sem koma fram í Eigin konum.

„Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt,“ segir Edda varðandi umrædda gagnrýni og segir það skrítið að fólk sé að fara fram á að hlaðvörp séu frí . „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað,“ segir Edda.

Þessi ummæli virðast hafa farið fyrir brjóstið á Fjólu sem að brást við eins og áður er getið. Í færslunni taggar hún einnig framleiðslustjórann Davíð Goða. Hann deilir færslu Fjólu og bætir við með færslu þar sem hann ýjar að því að Edda hafi beitt Fjólu andlegu ofbeldi

Vísar ásökunum alfarið á bug

Edda segir í samtali við DV að þessar ásakanir séu ósanngjarnar og ekki sannleikanum samkvæmt:

„Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar,“ segir Edda í samtali við DV.

Að hennar sögn hefur hún ítrekað reynt að heyra í Fjólu til þess að ljúka uppgjöri án þess að brugðist hafi verið við. Edda staðfestir að samstarfi hennar og Fjólu hafi lokið þegar ósætti kom upp milli þeirra. „Ég var ósátt við framlag og vinnubrögð varðandi þáttagerðina og í kjölfarið lauk samstarfinu,“ segir Edda.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“