fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Læknir strunsaði burtu og neitaði að sinna Geira vegna kröfu um myndbandsupptöku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. apríl 2022 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Ásgeirsson – ljósmyndarinn Geiri X – hefur strítt við mikið heilsuleysi síðustu árin. Hann er með sjúkdóminn CRPS, sem er fjölþætt, svæðisbundið verkjaheilkenni. Sjúkdómurinn er afar sársaukafullur auk þess að ræna sjúklinginn mætti.

Kona Geira, Rósa Bragadóttir, greinir frá því á Facebook í kvöld að Geiri hafi verið lagður inn á bráðamóttökuna vegna verks fyrir hjarta. Vegna fyrri reynslu krefst Geiri þess að öll samskipti við lækna séu tekin upp á myndband en þetta olli vanda í kvöld. Gefum Rósu orðið:

„Geiri mættur aftur á spítala, með verk fyrir hjartanu – var borinn niður af þriðju hæð og í sjúkrabíllinn. Vegna fyrri reynslu vill hann að öll samskipti við lækna séu tekin upp á myndband, enda Landspítalinn áður reynt að ljúga á sjúkraskýrslum til að komast undan skaðabótaskyldu gagnvart honum. Fyrsti læknir sem heyrði þetta strunsaði beinustu leið út með þvílíkum dónaskap, og sagðist ekki muna sinna honum. Hvað hefur fólk að fela? Það er ekki eins og þetta beinist að læknunum sjálfum persónulega, heldur sjúkrastofnuninni sem þeir vinna fyrir og er ábyrg fyrir þeirra gjörðum gagnvart sjúklingum.“

Rósa segir í samtali við DV að annar læknir og framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra hefðu komið og rætt við þau Geira og hana. Niðurstaðan var að leyfa myndbandsupptöku „í þessu einstaka tilfelli“ eins og það var orðað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Í gær

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“

Verslingar verulega ósáttir við Guðmund Inga – „Við teljum þá hugsun bæði hættulega og ósanngjarna“
Fréttir
Í gær

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi

Alfa brýnir okkur til að tilkynna til barnaverndar ef okkur grunar að barn verði fyrir ofbeldi