fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Risagjaldþrot Capital Hotels – Kröfur námu tæpum milljarði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. apríl 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptalok urðu í búi Capital Hotels þann 5. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu í Lögbirtingablaðinu. Greiðslur upp í veðkröfur námu tæplega 487 milljónum króna en ekkert fékkst upp í forgangskröfur né almennar kröfur.

Lýstar kröfur námu næstum milljarði eða: 998.920.011 kr.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta sumarið 2020. Þá ræddi Fréttablaðið við einn helsta eiganda félagsins, Árna Val Sólonsson, sem sagði að Covid-19 faraldurinn hafi verið meginástæða þess að rekstur Capital Hotels var tekinn til gjaldþrotaskipta. Þess má geta að gistinóttum fækkaði um tæplega 50% á fyrstu fimm mánuðum ársins 2020 og varð þar aðalskellurinn í apríl þegar 96% samdráttur varð á gistinóttum. Það var síðan í júlí sem Capital Hotels varð gjaldþrota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi

Kona sem þvinguð var í vændi þarf að sitja í íslensku fangelsi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“

Björn kom í veg fyrir stórslys á Sandgerðisvegi – „Þetta var rosalegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans

Inga María ekkja Egils Þórs varð hugsi yfir orðum sem féllu um hann í jarðarför hans
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“

Ferðamaður á Íslandi fékk afar dularfulla heimsókn – „Hefur einhver upplifað eitthvað svona?“
Fréttir
Í gær

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir

Trump hyggst selja ríkum útlendingum leyfi til að starfa og búa í Bandaríkjunum – Gullkortið mun kosta um 700 milljónir
Fréttir
Í gær

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð

Nígeríumaður gripinn í Leifsstöð