fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Einn látinn eftir snjóflóðið í Svarfaðardal

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. apríl 2022 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn maður lést í snjóflóðinu í Svarfaðardal í gær. Sá var fæddur árið 1988 og eins og félagar hans tveir sem einnig slösuðust. Mennirnir þrír voru allir frá Bandaríkjunum og voru vel búnir og reyndir fjallamenn. Hinn látni var einhleypur og barnlaus.

„Allir hlutu þeir alvarlega áverka í slysinu og var einn þeirra látinn þegar að var komið. Hinir voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri og annar þeirra síðan á Landspítalann. Frekari upplýsingar um afdrif hans liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessu stigi. Viðbragðsteymi Rauða krossins var kallað út og fóru nokkrir félagar þess til Dalvíkur til að líta til með þeim viðbragðsaðilum sem fyrstir komu á vettvang. Nokkurn tíma tók að afla upplýsinga um nánustu aðstandendur þess látna í Bandaríkjunum. Er þær upplýsingar lágu fyrir í nótt var óskað eftir aðstoð hjá sendiráði Bandaríkjanna við að tilkynna aðstandendum um andlátið,“ segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Neyðarlínu barst tilkynning um snjóflóðið klukkan 19:10 í gær fyrir ofan bæinn Skeið í Svarfaðardal. Einn bandaríkjamannanna sem urðu fyrir flóðinu gat tilkynnt það til Neyðarlínu. Þegar var kallað út mikið lið viðbragðsaðila og aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri. Virkjuð var hópslysaáætlun almannavarna og óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar á vettvang.

Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang kl.19.55 og þá fundust tveir menn strax og var annar þeirra slasaður. Stuttu seinna fannst sá þriðji í jaðri flóðsins og var sá einnig slasaður.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, meðal annars með tvo lækna innanborðs, lenti skammt frá vettvangi um kl. 21:10 og flutti þann sem lést af vettvangi á sjúkrahúsið á Akureyri. Félagar hans voru  fluttir af vettvangi með sjúkrabifreiðum á sjúkrahúsið á Akureyri.
Áætlað er að um 130 viðbragðsaðilar hafi komið að aðgerðunum í Svarfaðardal.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“

Netverjar bregðast við yfirlýsingu Kristrúnar – „Ég hef kynnst mörgum slíkum í gegnum tíðina“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“

Salka Sól fokvond út í Bjarna – „Honum er bara drull“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings