fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Sverrir Einar ætlar að borga himinháa sekt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. apríl 2022 15:30

Sverrir Einar Eiríksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju Vínbúðarinnar, var á þriðjudag sakfelldur fyrir skattsvik í tengslum við rekstur þriggja einkahlutafélaga. Var hann dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 64,4 milljóna króna sektar í ríkssjóðs. Þarf hann að greiða sektina innan fjögurra vikna en ella sitja í 360 daga fangelsi.

Í tilefni af dómnum hefur Sverrir sent frá sér fréttatilkynningu um málið þar sem kemur fram að hann hyggist standa skil á sektargreiðslunni. Segir hann að dómurinn sé áfall fyrir sig þar sem hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Í fyrradag féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli héraðssaksóknara á hendur mér fyrir skattalagabrot vegna þriggja félaga, þar sem ég var ábyrgðarmaður. Upphaflega hljóðaði ákæran upp á vanskil skatta og peningaþvætti, en við þingfestingu málsins 16. mars sl. féll ákæruvaldið frá ákæru um peningaþvætti.

Ég hef játað allar sakargiftir í málinu og kem til með að standa skil á sektargreiðslu sem nemur tvöföldum vanskilum skattgreiðslnanna, alls 64,4 milljónum króna. Þá var mér gerð 10 mánaða skilorðsbundin fangelsisrefsing sem fellur niður að tveimur árum liðnum. Mér er þessi dómur nokkuð áfall, enda ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað, líkt og fram kemur í dómnum.

Ég í nærri aldarfjórðung stundað ýmis konar viðskipti, þó mest fasteignaviðskipti hér á landi og í Bretlandi. Þá hef ég komið að kaupum á gulli og demöntum, stundað lánastarfsemi, veitinga- og gistihúsarekstur, rekið starfsmannaleigu og fleira. Flest hefur gengið vel en þó hefur ekki allur rekstur gengið upp. Þau félög sem um ræðir héldu utan um starfsemi á sviði veitingareksturs. Því miður var sá rekstur um margt erfiður. Þrátt fyrir að ég legði mig allan fram varð ég að játa mig sigraðan að lokum og því fór sem fór með þau félög.

Núna einbeiti ég mér að öðrum verkefnum og er létt að bundinn er endi á þessi erfiðu mál.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“