En engu að síður er þetta eitthvað sem Pútín óttast að sögn Stafan Hedlund, sem er prófessor í austur-evrópskum fræðum við Uppsalaháskóla og sérfræðingur í málefnum Rússlands.
„Eftir því sem þessir orðrómar segja þá er Pútín skíthræddur við að enda í niðurfallsröri eða einhvers staðar annars staðar eins og Gaddafi,“ sagði hann í samtali við Expressen. Þar vísaði hann þess að Gaddafi, sem var einræðisherra í Líbíu, reyndi að fela sig í klóakröri rétt áður en hann var drepinn.
Hedlund sagði að aðeins allra nánustu samstarfsmenn Pútíns komist svo nærri honum að þeir geti framið valdarán og að herinn hafi ekki tekið völdin þar í landi síðustu 1.000 árin.
Að sögn er Pútín gætt af sérvöldum lífvörðum og hann er sagður vera einstaklega varkár, óháð því hversu lítil eða mikil hætta er talin steðja að honum hverju sinni.